Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1979, Side 80

Náttúrufræðingurinn - 1979, Side 80
arsson, ritari, og voru þeir báðir endur- kosnir. Úr varastjórn áttu að ganga Berg- þór Jóhannsson og Einar B. Pálsson og voru þeir einnig endurkjörnir. Sömuleiðis voru Eiríkur Einarsson og Magnús Sveins- son, endurskoðendur, og Gestur Guðfinns- son, varaendurskoðandi, endurkosnir. Stjórnin flutti tillögu um hækkun fé- iagsgjalds í kr. 3.500,00, því fyigja þyrfti verðbólgunni ef takast ætti að halda fjár- hag félagsins áfram í sæmilegu horfi. Til- lagan var samþykkt samhljóða. Frœðslusamkomur A árinu voru haldnar sex fræðslusam- komur eins og undanfarin ár, allar í stofu nr. 201 í Arnagarði við Suðurgötu í Reykjavík, og voru þar að vanda fluttir fyrirlestrar um ýmis náttúrufræðileg efni. Að öllunt fyrirlestrunum loknum urðu almennar umræður um efni þeirra og oft tóku margir til máls og fyrirlesarar þurftu að svara fjölda fyrirspurna. Aðsókn að fyrirlestrunum var töluvert misjöfn, alls sóttu þá um 300 manns eða 50 að meðaltali. Fyrirlestrar og efni fyrirleslra var sem hér segir: 30. janúar: Fyrirlesari: Eyjólfur Sæmundsson, efna- verkfræðingur. Efni: Mengunarvarnir á Islandi. 27. febrúar: Fyrirlesari: Hörður Kristinsson, grasa- fræðingur. Efni: Gróður í beitarfriðuðum hólmum á Auðkúluheiði. 3. april: Fyrirlesari: Erling Ólafsson, skordýra- fræðingur. Efni: Um íslensk skordýr. 24. apríl: Fyrirlesari: Páll Einarsson, jarðeðlis- fræðingur. Efni: Jarðskjálftaspár. 30. október: Fyrirlesari: Ólafur Dýrmundsson, sauð- fjárfræðingur. Efni: Um kynþroska og fengitíma ís- lenska sauðfjárins. 27. nóvember: Fyrirlesari: Axel Björnsson, jarðeðlis- fræðingur. Efni: Um Kröfluelda. Stjórnin vill, fyrir hönd félagsins, þakka öllum fyrirlesurunum kærlega þann vel- vilja sem þeir hafa sýnt með því að koma og halda fræðsluerindi á samkomum þess. Frœðsluferðir Sumarið 1978 voru farnar fjórar fræðslu- ferðir á vegum félagsins, þrjár eins dags ferðir og ein þriggja daga ferð. Þátttak- endur voru alls 107. Sunnudaginn 21. mai var farin jarð- fræðiferð um Reykjavík og nágrenni og einkum skoðaðar menjar frá ísöldum og hlýskeiðum milli þeirra. Leiðbeinandi var Leifur Símonarson, jarðfræðingur. Þátt- takendur voru 27. Sunnudaginn 4. júni var farin ferð til skoðunar á fjörulífi og fuglum á Garð- skaga, í Ósum og Hafnabergi. Leiðbein- andi var Arni Waag, kennari. Þátttakend- ur voru 28. Sunnudaginn 2. júli var farin ferð til grasaskoðunar á Elliðavatns—Rauðhóla— Hólmsársvæðinu í nágrenni Reykjavíkur. Leiðbeinandi var Eyþór Einarsson, grasa- fræðingur. Þátttakendur voru 12. Föstudag 18. ágúst til sunnudags 20. ágúst var svo „langa ferðin" farin til al- hliða náttúruskoðunar um uppsveitir Borgarfjarðar. Fyrsta daginn var farið um Norðurárdal og þar m. a. skoðuð stein- gervingalög við Brekkuá og flikrubergs- lög í Hallarmúla. Síðan var ekið um Þver- árhlíð, Stafholtstungur og Reykholtsdal nteð viðkomu í Norðtungu og við Deildar- tunguhver. Komið var að Húsafelli um kvöldið og tjaldað Jrar til tveggja nátta. Annan daginn voru Surtshellir og Stefánshellir skoðaðir og síðan Draugagil I norðurhlíðum Strútsins. Síðasta daginn var gengið á Strútinn 74

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.