Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1981, Blaðsíða 5

Náttúrufræðingurinn - 1981, Blaðsíða 5
Á sama tímabili voru rafveidd laxa- seiði (aðallega 1—2 ára gömul) úr fjórum ánr (lega þeirra er sýnd á 1. mynd) til ákvörðunar á klórkolefnis- samböndum. Verður hér nokkuð vikið að niðurstöðutölum þeirra ákvarðana, enda þótt fyllri greinargerð um þessar rannsóknir muni birtast siðar. AÐFERÐIll OG EFNIVIÐUR Silungar (bleikja, Salveíinus alpinus, og urriði, Salmo trutta) voru veiddir á stöng i Eyjalóni, Úlfsvatm, Litla-Arnarvatni og i Kálfdalavatm. Or Elliðavatni var fenginn silungur, er Veiðimálastofnun veiddi í rannsóknarskyni. Silungur úr Apavatni var keyptur í verslun i Reykjavík. N'oru þannig teknir til rannsóknar samtals 1(5 silungar. Lega fyrrnefndra vatna er sýnd á korti (1. mynd). Silungarnir voru frystir eins fljótt og unnt var. Voru þeir síðan geymdir i frysti (— 22°), uns þeir voru teknir til rannsóknar. Var þá hver fiskur þíddur, hausskorinn og flakaður. Hausar voru sendir til Veiðimálastofnunar til ald- ursgreiningar (Jón Kristjánsson). Flak- að hold livers fisks var tætt (hómó- geniserað) í Brauns tætara. Þvi næst voru tekin til vinnslu 6X5 g af tættu holdi hvers fisks. Voru fjögur sýni notuð til ákvörðunar á klórkolefnissambönd- um og tvö til ákvörðunar á fitu. Sýni (5 g) voru rifin eða hrærð með 10 g af þurru, hreinsuðu natríumsúlfati (Merck 6649) til þess að binda vatn. Að þessu loknu voru sýni (blöndur með natríumsúlfati) sett i glersúlur (úrhlut- unarsúlur). Sýni voru því næst úrhlutuð á súlunni með 10 ml af jafnri blöndu (1+ 1) acetóns (Merck 14) og petról- eumbenzíns (Merck 1773). Þá voru sýni úrhlutuð á súlunni með blöndu af tólúeni (Merck 8323) i petróleum- benzíni (1 + 4) og loks með petróleum- benzíni, þar til alls höfðu safnast 40 ml gegnum súluna. Með þessu móti er úr- lilutaö gegnum súluna öllum fitu- kenndum efnum aö kalla og öllum efn- um, er bindast eða leysast i fitu. Fyrr- nefnd leysiefni voru öll hreinsuð meö eimingu i glereimingartæki áðuren þau voru notuð. Tvö sýni úr hverjum fiski voru þvi næst inngufuð að fullu við köfnunar- efnisblástur og vægan hita (40 — 50°) í N-EVAP inngufara (Organomation). Gliis með sýnunum þurrum voru siðan tekin og vegin og eiginþyngd glasanna dregin frá. Fékkst þannig tvöföld ákvörðun á fitumagni í hverjum fiski. Var fitumagn gefið til kynna í hundr- aðshlutum sýnisþyngdar. Fjögur sýni úr hvcrjum fiski voru, eins og áður segir, tekin til ákvörðunar á klórkolefnissamböndum. Voru þau ekki inngufuð að fullu, heldur þynnt með petróleumbenzíni, hrist með sterkri brennisteinssýru (97%), skoluð með eimuðu vatni og notuð til gasgreiningar á klórkolcfnissamböndum (Jóhannes Skaftason 1978). Niðurstöðutölur eru þannig meðaltal fjiigurra sjálfstæðra mælinga. Mæld voru og tvenn blind- gildi (án fisks) samtímis og þau dregin frá mældum gildum klórkolefnissanr- banda. Niðurstöðutölur ákvarðana á klórkolefnissamböndum voru gefnar til kynna með ng/g fitu (sama gildir einnig um laxaseiði). NIÐU RSTÖÐUR Yngstu silungar voru taldir 3 ára (Kálfdalavatn og tveir fiskar úr Apa- vatni). Elstur var talinn urriði úr Litla-Arnarvatni (llára) og bleikja úr 99

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.