Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1981, Blaðsíða 12

Náttúrufræðingurinn - 1981, Blaðsíða 12
mýri sem stundum hefur kalið en aldrei verið endurunnin, aðeins látin gróa upp, þannig að sáðgresi (háliðagras) er þar nokkuð í flákurn en ekki jafndreift um allt túnið. Túnin þrjú eru gamal- ræktuð og hafa árlega fengið tilbúinn áburð og bæði Slættir og Miðmýri hafa flest ár fengið einhvern búfjáráburð en Hólmi ekki. Hólmi fékk fyrst búfjár- áburð haustið 1978. Garðbletturinn er gamalræktaður og hefur lítinn sem engan áburð fengið undanfarin ár. Túnin eru beitt vor og haust og slegin einu sinni hvert sumar en garðblettur- inn er sleginn nokkrum sinnum hvert sumar. Nánari upplýsingar um jarðvegsgerð túnanna má fá í ritgerð þeirra Grétars Guðbergssonar og Sigfúsar Ólafssonar (1978). Anamöðkum var safnað nærri sýnatökustöðum þeirra nr. 1 (Slættir), 13 (Hólmi) og 8 (Miðmýri). Um túnin þrjú eru gefnar þær upplýsingar að jarövegurinn í Sláttum sé vcl ræstur ntóajarðvegur, Hólma vel ræstur send- inn jarðvegur og í Miðmýrinni vel ræstur mýrajarðvegur. Efna- og eðlis- eiginleikar jarðvegsins í þessum þremur túnum er sýndur í töflu I. Gróöurmat var gert á söfnunar- stöðunum sumarið 1977, sjónmat, gert skömmu fyrir slátt á túnunum. Var matið gert 12/07 á Sláttum, 15/07 á Miðmýri, 29/07 á Hólma og 01/08 í garðinum. Uppskera var mæld á tún- unum 1977 og 1979. Var mælingin gerð þannig 1977 að gras var vegið af 5 m löngunt sláttuvélarskára urn leið og túnið var slegið, en 1979 var slegin 2 m ræma með 10 cm breiðum rafmagns- klippum skömmu fyrir slátt. Bæði árin voru uppskeruendurtekningar tvær. Ánamöðkum var safnað 05/07 og 09/08 1978 og 12/07 1979. Var safnað þremur sýnurn af hverju túni í hvert skipti en í trjágarði var safnað tveimur sýnum nema 05/07 1978 voru þau þrjú (þar af eitt úr lundinum). Ana- 'l’afla I. Efna- og eðliseiginleikar jarðvegs í þremur túnum að Möðruvöllum (Grétar Guðbergsson og Sigfús Ólafsson 1978). Sýni Heiti Sýnatöku P nr. túns dýpt, cm pH mg/100g 1 Slættir 0—5 5,3 4,1 5—20 6,1 1,0 5—10 13 Hólmi 0—5 5,5 1,6 5 — 20 6,4 0,2 5—10 8 Miðmýri 0-5 5,4 4,6 5-20 5,6 2,1 5-10 Rúm- Ca Mg K þyngd Vatn me/lOOg me/ lOOg me/ lOOg g/cm3 % 23,7 5,6 0,83 25,8 7,0 0,27 0,61 57 16,5 6,9 0,49 16,1 5,9 0,11 (1,00) (57) 29,3 9,6 1,10 22,8 8,3 0,27 0,38 63 106

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.