Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1981, Blaðsíða 34

Náttúrufræðingurinn - 1981, Blaðsíða 34
6. mynd. Táknræn mynd af atómi. Raf- cindirnar sveima í kring um kjarna, sem gerður er úr nifteindun og róteindum. Nift- eindir og róteindir innihalda svo þrjár punktiaga agnir, kvarka. einn kvarka til skoðunar, rétt eins og ógerlegt er að slíta norðurskaut seguls frá suðurskautinu. Kvarkatilgátan hef- ur ltins vegar útskýrt aragrúa fyrirbæra og sagt fyrr um önnur. Kvarkar eru auðkenndir með eigin- leika, sem nefnist litur, en gæti allt eins heitið eitthvað annað. Kvarkarnir hafa Jtrjá liti: gult, blátt og rautt (7. mynd). Að auki á hver litur sinn and-lil og Jteir iieita and-gult, and-blátt og and-rautt. Menn telja, að sú regla gildi um kvark- ana, að sérhver hópur þeirra verði að vera litlaus. Rauður, gulur og blár sam- an eru litlaus hópur . Rautt og andrautt saman er litlaust o. s. frv. Hvereinstakur kvarki hefur einhvern lit og getur [rví ekki komið fyrir stakur (8. og 9. mynd). Krafturinn milli tveggja kvarka minnkar ekki með fjarlægðinni ntilli Jteirra. Kvarkar í hóp hegxa sér [dví líkt og þeir væru festir saman með gormum. Rf við reynum að skilja tvo kvarka að, tognar á gormunum og þar hleðst upp stöðuorka, sem að lokum nægir til ntyndunar tveggja nýrra kvarka, svo að við sitjum uppi með tvö kvarkapör en ekki tvo einangraða kvarka. Astæða er þvi til að ætla, að aldrci verði unnt að einangra kvarka (10. mynd). HRAÐLAR V'iðlcitni manna til að skilja eðli ör- einda var kveikjan að skannntasviðs- fræðinni. Nú er svo komið, að framfarir í öreindafræði og skammtasviðsfræði haldast i hendur, en tilraunir hafa sífcllt færst fjær daglegri reynslu. bau tæki, sem nú á dögum eru notuð við öreinda- rannsóknir eru líklega stórbrotnustu vélar, sem menn hafa smíðað. Þetta eru hinir svoncfndu hraðlar, sem beitt er lil að koma örcindum á ógnarhraða, mcira 7. mynd. Nifteind er gerð úr þrcmur kvörk- um, hér táknaðir með röstum en oft mcð mismunandi litum; gulur: strikaður, rauð- ur: punktaður og blár : rúðustrikaður. Mesóna innihcldur tvo kvarka. Annar kvarkinn hefur einhvern lit en hinn tilsvar- andi and-lit. 128

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.