Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1981, Qupperneq 44

Náttúrufræðingurinn - 1981, Qupperneq 44
sprungnum blómknöppum 1. ágúst. Einhver gróskumesti bletturinn á svæð- inu er blómlendisgilbrekka utarlega neðst á girta svæðinu. Þar skarta mjað- jurt, fjalladalafífill, skarifífill, íslandsfíf- ill o. fl. undafíflar, möðrur, blákolla, burnirót, brennisóley, hrútaberjalyng o. fl. tegundir blómum sínum. Búið var að slá og hreinlegt á svæðinu og gallar á girðingu höfðu verið lagfærðir. Fáeinar kindur sjást stöku sinnum innan girð- ingar og munu þær helst komast inn um lítið hlið, sem cngin botngrind er í. VI. GENGIfi UM GEYSISSV,llfilfi 6.JÚLÍ 1980 Þrifalega umgengið að sjá. Loðvíði- runnarnir hækka og ber stöðugt meira á þeim. Birkibeltin eru farin að veita verulegt skjól og vel tognar úr alaska- öspunum. Ryðlitu leirflögin i brekkun- um gróa mjög hægt, og sums staðar er varla sjáanlegur munur á þeim síðan 1960. Þistillinn breiðist talsvert út á hveraleirskellum og grýttum ás. Verra er hitt að hann er kominn i birkilundinn og út á graslendi við hann. Þvrfti að slá hann þar eða helst uppræta. Þistillinn sáir sér, en breiðist mest út með víð- skriðulum neðanjarðarrenglum. Auð- sjáanlega mikill munur á gróðri innan girðingar og utan. Allt miklu grósku- legra innan girðingar. VII. SLÆÐINGAR Nokkrar tegundir hafa slæðst inn á svæðið eftir að Sigurður Greipsson reisti hús sitt í jaðri þess og umferð jókst, m. a. í sambandi við ræktun. Grasfræi mun hafa verið sáð og borið er á bletti innan girðingar og þeir slegnir. Af ílendum 138

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.