Náttúrufræðingurinn - 1981, Blaðsíða 48
lagastaflanum á Tjörnesi, er fornberg
Grasafjallgarðsins í undirstöðu hans, en
hraunlag það, sem kennt er við ,,Grasa-
fjöll" Dana, Grasafjallabasalt, nálægt
þakinu, enda aldursmunur sem nemur
milljónum ára. Norðan hins rétta
Grasafjalls er Selfjall. Milli þeirra renn-
ur smálækur úr Skálum, nefndar
Tunguskálar á áðurnefndu korti, en
heimamenn greina þær sundur með
viðurnöfnunum ytri og syðn. I Syðri—
Skálum er Skálahraun, trúlega gamalt
berghlaujt. Þessi lækur úr Skálum hefir
grafið alldjúpt gil milli fjallanna. Það
heitir Kolhólagil en er ranglega nefnt
Tröllagil í bókinni ,,Með huga og
hamri“ á bls. 129. Ofarásömu blaðsíðu,
telur Jakob Líndal sig vera að lýsa Sel-
fjalli, en er sýnilega að draga upp mynd
af Tungunúp. Hann hefir ekki varast
flutning Dana á Grasafjallinu, en vitað
að Selfjallið liggur að því að norðan.
Vatnafjallgarður er gömul og víða
allhá misgengisbrún, sem nær norðan
frá Mánárnúp og suður í Vegghól,
sunnanvert við Tunguheiðarveg. Eftir
kortinu má ætla að hann nái fram á
Hágrjót, en svo er ekki. Við snörun
landsins hefir myndast meðfram
Vatnafjallgarðinum að austan allbreið
lægð eða dalur, sem hcitir Vötn, nefnd
Mánárvötn á kortinu. Jörðin Máná á
norðurhluta Vatnanna, og var hann
stundum nefndur Mánárvötn til aðgrein-
ingar frá hinum syðri, Tunguvötnum.
I Árbók Ferðafélags íslands 1978 segir
á bls. 79 og 88 að Mánáin komi úr
Mánárvatni. Þctta vatn er ekki til. Vill-
an er sótt í íslandsuppdrátt herfor-
ingjaráðsins. Það sýnir sunnan og
austantil í Vötnum allstórt vatn, sem
fyrirfinnst ekki, nema ef vera kynni í
ákaflega miklum vorleysingum. Vötnin
eru nú, eins og næsta sigdæld þar austan
við, Gæsadalur, að mestu gróðurlaus
auðn, án allra vatna. Ornefnin bæði
vitna um þá stórfelldu breytingu, sem
Jtar hefir orðið frá landnámstíð. I áður-
nefndri Árbók Ferðafélagsins kemur
fyrir á bls. 78 örnefnið Sólheimafjöll, en
á að vera Sólheimafjall. I Tjörneshálend-
inu, austan sýslumarkanna, suðaustur
af Sauðafelli, er fjallið Þríklakkur. Hann
er ranglega nefndur Þrífjöll i Jarðfræði
Þorleifs Finarssonar, bls. 625.
Fg hverf þá niður af hciðinni og niður
að sjó til aö leiðrétta eitt örnefni enn,
sem er að finna i sömu Árbók Ferða-
félagsins og áður er vitnað í. Á bls. 86
stendur: „Stórhóll heitir við ströndina
norövestan Hallbjarnarstaða“. Þarna á
að standa: Stórhöfði.
Fg læt nú lokið þessari ádrepu minni
um örnefnaflutning og örnefnasmíð á
Tjörnes , en vil að endingu segja þctta:
Fftir þessa athugun á örnefnum í
minni heimasveit og lestur greinar séra
Bjartmars Kristjánssonar í Degi vorið
1979 um afbökun örnefna i Eyjafirði á
Islandskortinu, sýnist mér sem honum,
að taka þyrfti til endurskoðunar ör-
nefnin á íslandskortinu, og leiðrétta
allar villur, sem sannanlegar eru. Það
nauðsynjaverk þyrfti að hefja sem fyrst.
Jóhannes Björnsson,
Ytri-Tungu, Tjörnesi, S-Þing.
142