Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1981, Blaðsíða 29

Náttúrufræðingurinn - 1981, Blaðsíða 29
Þórður Jónsson: Hvað er skammtasviðsfræði? INNGANGUR Um síðustu aldamót töldu margir eftlisfræðingar, aö öll meginlögmál efn- isheimsins hefðu veriö uppgötvuð og komandi kynslóða biði það verkefni eitt að fínpússa þekktar niðurstöður. Eins og margar spásagnir um þróun vísindanna reyndist þessi röng, því að á næstu árum varð bylting á heimsmynd eðlisfræð- innar. Max Planck setti fram kcnningu sína um skömmtun orkunnar og Albert Einstein gerbreytti hugmyndum manna um eðli rúms og tima með afstæðis- kenningunni. Skammtafræðin var full- mótuð í upphafi þriðja áratugsins, og síðan þá hafa afstæðiskenning og skammtafræði verið undirstöður allra annarra eðlisfræðikcnninga. I þessum pistli er ætlunin að lýsa í stuttu máli viðleitni vísindamanna til að sameina skammtafræði og afstæðis- kenningu í eina heilsteypta fræðikenn- ingu, er nefnist skammtasviðsfræði. Margir eðlisfræðingar hafa komið hér við sögu, en verulegur árangur af starfi þeirra varð fyrst á árunum eftir 1950. Þekktastir eru líklega Feynman, Schwinger og Tomonaga, sem allir hlutu Nóbelsverðlaun fyrir framlög sín. Ég byrja á að segja frá afstæðiskenn- ingunni og skammtafræðinni, en reyni síðan að gefa nokkra hugmynd uin, hvernig skammtasviðsfræði lýsir nátt- úrunni og hvaða verkefni eru efst á baugi um þessar mundir. Aftast er listi yfir nokkur islensk rit og ritgerðir um þessi efni og orðaskrá. Eg þakka Helga Torfasyni og Stefáni Snævarr gagnlegar ábendingar. AFSTÆÐISKENNINGIN Flestir hafa einhvern tíma heyrt trú- arjátningu Búa Arland, E = mc2, sem er líklega |jekktasta jafnan í af- stæðiskenningu Einsteins. Hér stendur E fyrir orku, m fyrir massa og c táknar hraða ljóssins. Samkvæmt jöfnunni er massaorka eins kílógramms af efni jafn- gildi ársframleiðslu Búrfellsvirkjunar. Afstæðiskenningin er reist á einni meginforsendu: Ljóshraðinn er alllaf hinn sami, óháð hraða Ijósgjafans. Þessi stað- hæfing kann að virðast bæði eðlileg og saklaus en hefur |oó ótrúlcgustu afleið- ingar. Lítum á einfalt dæmi til saman- Náttúrufr.Tðingurinn, 51 (3), bls. 123—131, 1981 123

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.