Náttúrufræðingurinn - 1981, Blaðsíða 11
Bjarni E. Guðleifsson
og
Rögnvaldur Ólafsson:
Athugun á ánamöðkum í túnum
í Eyjaíirði
INNGANGUR
Ánamaðkar eru taldir gagnlegir ibúar
í ræktarlandi. Starfsemi þeirra flýtir
m. a. rotnun lífrænna efna, bætir eðlis-
byggingu, eykur loftrými og bætir
vatnsbúskap jarðvegsins. Þannig getur
starfsemi ánamaðka óbeint aukið vöxt
og uppskeru jarðargróða, og er fjöldi
þeirra og magn stundum notaður sem
mælikvarði á ræktunarástand lands
(Edwards og Lofty 1977).
Hérlendis hafa fundist 12 tegundir
ánamaðka (Backlund 1949; Lindroth
o. fl. 1973), en einungis sumar þeirra
dafna í ræktarlöndum. Á árunum
1972—1974 rannsökuðu sænskir og
norskir vísindamenn útbreiðslu ána-
maðkategunda á Islandi (Bengtson o. fl.
1975). Báru þeir saman ánamaðkateg-
undir í mismunandi vistkerfum. Þeir
fundu 8 tegundir ánamaðka i görðum
cn einungis 5 tegundir í túnum, og var
meiri sveifla í tegundasamsetningu og
fjölda ánamaðka í túnum en i öðrum
vistkerfum sem þeir rannsökuðu. 1 sum-
um túnanna fundust engir ánamaðkar.
Hér verður greint frá athugun sem
gerð var sumurin 1978 og 1979 á fjölda
og tegundasamsetningu ánamaðka í
þremur túnspildum og einum garðbletti
að Möðruvöllum i Hörgárdal.
LÝSING RANNSÓKNAR
Ánamöðkum var safnað i þremur
túnum í landi Tilraunastöðvarinnar á
Möðruvöllum og til samanburðar var
ánamöðkum líka safnað úr grasflöt i
trjágarði sunnan íbúðarhúss að Möðru-
völlum II. Einu sinni (05/07/1978) voru
líka tckin sýni úr trjálundi norðan við
Mörðuvallaklausturskirkju, og eru þessi
sýni umfjölluð með öðrum sýnum úr
trjágarðinum. Túnin þrjú sem um ræðir
eru ólik að gerð og uppruna og nefnast
þau Slættir, Hólmi og Miðmýri.
Slættir er talið gott tún, þurrlent, í
góðri rækt, gefur árvissa og mikla upp-
skeru og er oftast slegið snennna. Hólmi
er sjálfslétt og að mestu sjálfræktað tún
á bökkum Hörgár, er uppskerumikið og
yfirleitt slegið seint. Miðmýri er þurrkuð
Náttúrufræöingurinn, 51 (3), bls. 105—113, 1981
105