Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1981, Blaðsíða 47

Náttúrufræðingurinn - 1981, Blaðsíða 47
Jóhannes Björnsson: • • Ornefnaflutningur og örnefnasmíð Árið 1977 skrifaði ég smágrein i Náttúrufræðinginn til að leiðrétta ör- nefni á uppdrætti af vestanverðri strandlengju Tjörness í bókinni: „A stratigraphical survey of the pliocene deposits at Tjörnes in N-Iceland,“ eftir Guðmund G. Bárðarson jarðfræðing. Siðar hef ég orðið þess vís, að uppi í Tjörnesfjallgarðinum eru einnig nokkur örnefni, sem hlotið hafa slæma meðferð ýmissa manna, en höfuðsökina má rekja til íslandsuppdráttar herforingjaráðsins danska. Tjörneslögin hafa löngum haft mikið aðdráttarafl á jarðfræðinga. Þeir eru því tíðir gestir hér og ýmsir hafa skrifað um Tjörneslögin, — allt frá fjöru til fjalls. En ]sað verður ekki gert nema með ntikilli notkun örnefna. Því er nauðsyn- legt að þau fái að halda sínu forna heiti og séu ekki færð úr stað, hvorttveggja getur leitt menn á villigötur. Hafa ber einnig í huga, að sum ör- nefni varða veg til könnunar á gróður- fari landsins á liðnum öldum og til rannsóknar á tungu þjóðarinnar. Ég læt þennan formála nægja, legg til heiðar og nem fyrst staðar norðan Búr- fells í Búrfetlsskarðaclal. Hann er nefndur Búrfellsskarðsdalur í bók Jakobs Lín- dals: ,,Með huga og hamri.“ Fleirtölu- myndin, sem heimamenn nota, er mýkri í munni og jafnframt réttnefni, þvi skörðin upp úr dalnum eru tvö, annað Dimmidalur, sem gengur til suðurs, hitt i austur. Úr Búrfellsskarðadal fellur lækur eða lítil á niður í Köldukvísl. Á korti her- foringjaráðsins er hún nefnd Þverá. Tjörnesingar kalla hana Búrfellsá. Það nafn ber hún líka i tveimur nálega hundrað ára gömlum landamerkja- skrám aðliggjandi jarða. Á korti herfor- ingjaráðsins, — norðvestur af Búrfelli, — stendur Grasafjöll. Við heimamenn höfum þetta örnefni ætíð í eintölu og nefnum Grasafjall. Nafnið er eflaust dregið af góðu grasalandi þarna fyrr á öldum meðan landið var algróið, og skammt suðaustur af fjallinu er enn besta grasaland sveitarinnar. Þó breyt- ing þessa örnefnis sé slæm, er hitt þó hálfu verra, að Danir hafa flutt það drjúgan spöl austur og upp á hálendið úr 425 m hæð, sem er á kolli fjallsins, í 500—600 m yfir sjó og á mestu gróður- leysu Tjörnesfjallgarðs. Og jarðsögulega er þessi flutningur enn þá meinlegri. Samkvæmt korti í Jarðfræði Þorleifs Einarssonar af jarð- Náttúrufræðingurinn, 51 (3), bls. 141 — 142, 1981 141

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.