Náttúrufræðingurinn - 1981, Blaðsíða 20
Vegleg gjöf
í september 1978 barst dýrafræði-
deild Náttúrufræðistofnunar Islands
góð gjöf er henni voru afhentar fjórar
óbirtar dagbækur Richards Hörrings,
sem var forstöðumaður Dýrafræðisafns-
ins (Zoologisk Museum) í Kaupmanna-
höfn um árabil. Gefandi bókanna var
dóttir hans, frú Else Grönning-
Rasmussen, búsett í Danmörku. Vil ég
þakka gefanda þann hlýhug sem hún
hefur sýnt Náttúrufræðistofnun með
gjöfinni.
Dagbækur Hörrings eru merk heim-
ildarrit um fuglalif Islands í upphafi
þessarar aldar, en hann ferðaöist um
landið árin 1905 til 1908. Á þessum
fjórum árum fór hann um landiö vítt og
breitt nenta Miðhálendið. Hestar voru
auðvitað helstu samgöngutæki á landi,
en auk jaess sigldi Hörring með strand-
ferðaskipum og kom á helstu hafnir
landsins. Dvaldist hann á Islandi frá
apríl/maí fram í október/nóvember ár
hvert.
Hörring kom hingað til lands í kjölfar
Bernhards Hantzschs, sem birti ítarlega
bók um fuglalíf íslands, „Beitrag zur
Kcnntnis der Vogelwelt Islands“, og
kom sú bók út árið 1905. Þó svo að
Hörring hafi ferðast miklu víöar um
landið en Hantzsch, kann sú bók að
hafa valdiö því, að hann birti aldrci
niðurstöður sínar. Af þessum sökum
hafa athuganir hans ennfremur verið
lítt kunnar þeim sem hafa athugað og
skrifað um fugla á Islandi.
Upplýsingar urn fuglalíf landsins
fyrstu tvo áratugi 20. aldar eru heldur af
skornum skammti, og af þeim sökum
eru athuganir Hörrings afar ntikilvæg-
ar. Þótt Hantzsch hafi safnað ýmsum
fróðleik í bók sína, voru hans eigin at-
huganir einungis frá einu ári (1903).
Dagbækur Hörrings geyma smáatriði
athugana hans, sem unnt er aö nota til
samanburðar við nýrri upplýsingar. I
dagbókunum er að finna ýmsar athug-
anir og upplýsingar um íslenska fugla
sem annars væru ójtekktar. Þar eru ekki
aðeins tiundaðar jaær fuglategundir sem
hann sá, heldur einnig nefndar tölur um
fjöldi fugla og hreiðra. Tölulegar upp-
lýsingar eru heldur óvanalegar frá þess-
um tíma og urðu ekki almennar fyrr en
vistfræði (ökólógía) sem fræðigrein kom
meira til sögunnar.
Richard Hörring var læknissonur,
fæddur árið 1875 í Stege á eynni Mön i
Danmörku. Hann kvæntist Þórunni,
dóttur Kristjáns dómstjóra Jónssonar
frá Gautlöndum, og er gefandi bók-
anna, frú Grönning-Rasmussen, dóttir
þeirra. Hörring lést árið 1943. Söfnun
fugla fyrir Dýrafræðisafnið i Kaup-
mannahöfn var liklega megin ástæðan
fyrir [aví, að Hörring tók sér ferð á
hendur til íslands. Hann var ötull safn-
ari og áskotnaðist fjölda fulga frá Is-
landi. Þcssir fuglar eru uppistaöan i
fuglasafni jrví frá íslandi, sem Dýra-
fræðisafnið i Kaupmannahöfn á enri
jtann dag í dag. I því eru margir góðir
gripir sem jafnvel eru ekki til i hérlend-
um söfnum.
Ævar Pelersen
A'áttúrufræðistofnun ís/ands
Reykjavík
Náttúrufræðingurinn, 51 (3), bls. 114—115, 1981
114