Náttúrufræðingurinn - 1981, Blaðsíða 18
0 til 28 á m2, og iífmassinn var i báðum
rannsóknunum frá 0 til um 20 g/m2.
Erfitt er að skýra hvers vegna engir
ánamaðkar finnast í sumum túnum.
Það er mjög fágætt erlendis að i
ræktarlandi finnist engir ánamaðkar
(Cíuild 1951, Svendsen 1957), nema þá
þeir hafi drepist vegna mengunar eða
ofnotkunar varnarlyfja (Edwards og
Eofty 1977). Um slikt er ekki að ræða
hér á landi, aðeins notkun búfjáráburð-
ar og tilbúins áburðar, svo og umferð
véla við nytjun. Hugsanlegt er að ekki
hafi tekist að ná ánamöðkum úr mýr-
inni i rannsókninni, en stundum var
mýrajarðvegurinn mjög jturr og bleytt-
ist illa af formalínupplausninni, sem þá
vildi renna út fyrir rammann. Það er þó
skoöun höfunda jtessarar ritgerðar að
raunverulega hafi engir ánamaðkar
verið i Miðmýrinni, enda staðfesta
niðurstöður Bengtson o. fl. (1975) það
að svipaö sé ástatt um fleiri tún á Is-
landi.
Á það má benda að uppskcra af tún-
unum annars vegar (tafla III) og fjöldi
og magn ánamaðka hins vegar (tafla
IV) fylgjast að. Virðist því mega full-
yrða að í þessari rannsókn fari túngæði
eða þrif túngrasa og þrif ánamaðka
saman. Hvorki mældir efna- og eðlis-
eiginleikar jarðvegsins (tafla I) né
gróðurfarið (tafla II) viröast gefa neina
einhlýta skýringu á mismuni milli tún-
anna i uppskeru og ánamaðkafjölda. Þó
er rúmþyngd jarðvegs minnst og vatns-
hlutdeild einna mest t mýrarjörðinni, en
það bendir til minna loftrýmis og minni
hlutdeildar af stórum holum í mýrinni.
Þetta gæti hamlað þrifum bæði tún-
grasa og ánamaðka, eu vitað er að bæði
grös og ánamaðkar gera ákveðnar kröf-
ur til loftrýmis í jarðvegi, og bæði grös
og ánamaðkar auka loftrými jarðvegs
með tilvist sinni. Enn fremur gætu önn-
ur efnasambönd cn þau, sem venjulega
eru mæld til mats á búskaparhæfni
túna, og sýnd eru í töflu I, verið ána-
möðkum til anta, en vitaö er að í mýrum
er mikið magn ýmissa járn-, mangan- og
álsambanda.
ÞAKKARORÐ
Höfundar þakka Helga Hallgríms-
syni, Náttúrugripasafninu, Akureyri,
fyrir afnot af safninu við greiningu
ánamaðkanna og Jörgen Stenersen,
Statens Plantevern, Zoologisk Avdcling,
Noregi, fyrir greiningu á nokkrum ein-
tökum ánamaðka.
YFIRLIT
Ánamöðkum var safnað þrisvar sinn-
um úr þremur túnum og einum garð-
bletti á Möðruvöllum í Hörgárdal. Eitt
túnanna var á mýrarjarðvegi, annað á
sendnum jarðvegi og það þriðja á móa-
jarðvegi, en öll voru túnin gamalrækt-
uð, vel ræst með blendingsgróöri. I
garðblettinum fundust 6 tegundir kyn-
þroska ánamaðka, í móatúninu 5 teg-
undir, í sandtúninu 2 tegundir en eng-
inn ánamaðkur fannst 1 mýrartúninu.
Heyuppskera af túnunum minnkaði
samhliða fjölda ánamaðka, en engin
einhlýt skýring fannst á því hvers vegna
bæði grös og ánamaðkar dafna illa eða
jafnvel ekki í mýrartúninu. Algengustu
ánamaðkategundir í túnum eru
Lumbricus terrestris L. og Alloloboþhora
caliginosa (Sav.), en auk þeirra fundust
L. rubellus Hoffm., A. rosea (Sav.) og A.
112