Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1981, Blaðsíða 16

Náttúrufræðingurinn - 1981, Blaðsíða 16
unum er þetta mjög breytilegt, allar tegundirnar nema D. rubida eru í Slátt- um en einungis L. rubellus og/1. caliginosa eru í Hólmanum og engir ánamaðkar í Miðmýrinni, svo sem fyrr greinir. í garðinum og í Sláttum eru L. terrestris og A. caliginosa algengastir, en í Hólmanum L. rubellus. UMRÆÐUR Séu tegundir þær sem fundust í þess- ari rannsókn á Möðruvöllum bornar saman við þær tegundir sem Bengtson o. fl. (1975) fundu í svipuðum vistkerf- um, kemur i ljós að yfirleitt finnast sömu tegundirnar í báðum rannsóknunum. Bengtson o. fl. (op cit) fundu þó Octolasion cyaneum (Sav.) og Eiseniella tedraedra (Sav.) í görðum og D. octaedra i túnum en þær tegundir fundust ekki í þessari rannsókn. Hugsanlega hafa þó einhverjar þessara tegunda verið meðal ókynþroska ánamaðka sem ekki voru greindir til tegundar núna. Enn fremur voru garðarnir í rannsókn þeirra Bengt- sons o. fl. (op cit) án efa ræktarmeiri en garðbletturinn í núverandi rannsókn, og því fleiri tegunda að vænta. í Slátta- túninu á Mööruvöllum fundust bæði A. rosea og A longa, en þessar tegundir fundust ekki í túnunum sem þeir félagar rannsökuðu, og þeir fundu alls ekki A. longa sem nú fannst bæði í garðinum og Sláttatúninu. A. longa og A. rosea virðast því dafna bæði i görðum og vel ræktuð- um túnum. Reyndar geta báðar þessar tegundir hafa dreift sér úr garðinum í Sláttatúniö, sem er skammt frá garðin- um, en nýting túnsins hefur alla vega ekki útrýmt þessum tegundum. Helstu einkenni greindra ánamaðka í þessari rannsókn (tafla V) koma sæmi- lega heim við lýsingar Stöp-Bowitz (1969) og Edwards og Lofty (1977) á þessum tegundum, nema hvað stystu eintök af A. caliginosa og A. longa eru með nokkuð fáa liði. Þetta kann að stafa af því að einkum þessar tegundir höfðu hringast nokkuð við geymsluna, og var því erfitt að telja liðina. Enn fremur er fyrsta bakhola á A. longa aftar en talið er í heimildum, hún er hér á milli 14. og 15. liðar, en á að vera á milli 12. og 13. liðar (1. mynd). Bakholurnar eru mjög ógreinilegar á þessari tegund, einkum þær fyrstu, og hafa þær því ekki sést við greininguna. Jörgen Stenersen, Statens Plantevern, Noregi, hefur staðfest að um A. longa er að ræða. A. longa hefur ekki fundist áður á íslandi (Bengtson o. fl. 1975). Þess ber þó að geta að Gates (1972) telur að tegundin Aþorrectodea longa (Ude), sem er annað nafn á Allo- lobophora longa, finnist á Islandi, en gefur ekki upp heimildir fyrir þessari stað- hæfingu sinni. Séu bornar saman tegundirnar sem fundust í garðinum og Sláttatúninu, sést að einungis D. rubida vantar í túnið af þeim tegundum sem fundust í garðinum. Auk þess er hlutfalislega minna af L. rubellus í túninu en garðin- um. Þessar tvær tegundir eru einu teg- undirnar í garðinum sem dafna nærri yfirborðinu, aðrar lifa dýpra i jörðu. Einmitt þessar tvær tegundir láta und- an síga í túninu, en þær sem dýpra lifa haldast við. Það er enn fremur athyglisvert hve mikill munur er á tegundum og fjölda ánamaðka í túnunum þremur (tafla IV). Er þetta í samræmi við niðurstöður Bengtson o. fl. (1975). I rannsókn þeirra var ánamaðkafjöldi í islenskum túnum frá 0 til 30 á m2, en í þessari rannsókn frá 110

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.