Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1981, Page 14

Náttúrufræðingurinn - 1981, Page 14
blandaður og víöa eru tegundir í flák- um, ekki jafnt dreifðar um alla spild- una. Þetta kemur greinilega fram í hinni miklu sveiflu sem er á uppskerutölunum í töflu III. Uppskeran er að meðaltali minnst á Miðmýrinni og um miðjan júlí er hún mest á sláttatúninu. Hins vegar er uppskeran orðin meiri á Hólmanum þegar hann er sleginn, en hann er svo sem fyrr greinir ætíð sleginn seint. Fjöldi og magn ánamaðka I töflu IV er greint frá fjölda og heildarþunga ánamaðka sem fundust á söfnunarstöðunum fjórum. Enginn raunhæfur munur var á fjölda eða magni ánamaðka milli söfnunartíma, og eru tölurnar því meðaltöl fyrir söfn- unartímana þrjá. Hins vegar var raun- hæfur munur milli söfnunarstaða í heildarfjölda ánantaðka, fjölda kyn- þroska ánamaöka og í þunga áriamaðka (p 0,001). Er athyglisvert að bæði fjöldi og magn ánamaðkanna er lang- mest i garðinum, margfalt minna í Sláttum, lítið í Hólma og enginn ána- maðkur fannst i Miðmýrinni. I Iins \cg- ar eykst eðlilega hlutdeild kynþroska ánamaðka eftir þvi sem færri ánamaðk- ar finnast. Tegundir ánamaðka í töflu V eru sýndar þær tegundir sem fundust í rannsókninni. Alls fundust 6 tegundir, Lumbricus rubellus Hoffm., L. terrestris L., Allolobaphora rosea (Sav.), A. caliginosa (Sav.), A. longa Ude og Dendrobaena rubida (Sav.). I töflu V er cnn fremur greint frá helstu einkennum þessara tegunda. í töflu VI er síðan sýnt hvernig teg- undagreindir ánamaðkar skiptast milli söfnunarstaðanna fjögurra. Auk kyn- þroska ánamaðka voru nokkrir ókyn- þroska ánamaðkar greindir til tegundar (L. terrestris 5 stk., A. rosea 2 stk., A. caliginosa 5 stk. og A. longa 1 stk.). Allar tegundirnar sex eru í garðinum. I tún- I’afla III. Uppskera og meðalfrávik þurrefnis 1977 og lf)79 í hkg/ha á túnum þar sem ánamöðkum var safnað. Meðaltal tveggja endurtckninga. 1977 1979 Slættir Miðmýri Hólmi Dagsetning 12/07 14/07 01/08 Uppskera 38,8 ± 1,6 22,1 ±7,0 51,4± 1,9 Dagsetning 16/07 16/07 16/07 Uppskera 61,3 ±4,0 44,1 ±6,2 47,7 ± 3,2 108

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.