Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1981, Blaðsíða 43

Náttúrufræðingurinn - 1981, Blaðsíða 43
2. mynd sýnir breiðu af hverahrúðri og leir skammt fyrir neðan útsýnisskífuna, 20. júli 1976. svæðið lítur jafnaðarlega vel og þrifa- lega út. Gróðri fer fram, en þó heldur staðurinn í meginatriðum einkennum sínum, sem vera ber. Friðun svæðisins var bráðnauðsynleg. V. ATHUGUN 1. ÁGÚST 1978 Munur á grósku utan og innan girð- ingar er orðinn mikill. Utan girðingar (fjærst bæ) mátti heita snoðið land í samanburði við kafloðið gras- og blóm- lendi innan girðingar. Loðvíðisbrúskar teygja úr sér innan girðingar en sjást varla fyrir utan. Ýmsar tegundir í blóma innan girðingar, eru blómlausar og rýrðarlegar fyrir utan. Minnstur er vitanlega munurinn á tegundum senr bítast lítið. Má nefna mjaðjurt, ljóns- lappa, gulmöðru, blóðberg og njóla. Þessar jurtir þrífast álíka vel innan og utan girðingar ef jarðvegur hæfir þeim. Gróðursettu birkibeltin vaxa vel, eru gróskuleg, 4—6 m á hæð. En ekkert ber á birki utan girðingar, sjást aðeins fá- einar smáplöntur á strjálingi þar, líkt og var á Geysissvæðinu áður en það var girt og friðað. Fimm gróðursettar alaska- aspir frá 1975 taka vel við sér og eru nú 2 — 4 m á hæð. Birkið virtist heilbrigt, vottaði aðeins fyrir skemmdum af skóg- armaðki. Ryðsveppur sást lítillega á einstaka hríslu, einnig á víði. Merki skógarmaðks sást og á víði og bláberja- lyngi. Við stakan birkilund, 2 — 4 m há- an, vex þyrping af þistlum á gráu, hall- andi hveralcirsvæði, með allstórum leirhellum. Þeir voru enn með óút- 137

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.