Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1985, Page 14

Náttúrufræðingurinn - 1985, Page 14
Brennisteinn Brennisteinn (S) er eitt þeirra fáu frumefna sem algengt er að finnist hreint í náttúrunni. Hérlendis finnst brennisteinn við hveri á há- hitasvæðum, eins og myndin að ofan sýnir (brennisteinsþúfa á Þeistareykjum: Helgi Torfason, 1981). Einnig er algengt að rekast á brennistein í nýrunnum hraunum og við nýja gíga. Brennisteinn þvæst fljótt burtu í rigningu og hverfur, ef hann endurnýjast ekki stöðugt. Brennisteinn er auðþekktur á gula litnum, og kristallast, eftir aðstæðum, í orthoromb- íska kerfinu eða því monoklína. Brennisteinn er mjög algengur í ýmsum efnasamböndum. Sé hann ásamt súrefni í sambandi við önnur efni, venjulega málma, kallast efnið „súlfat" en „súlfíð" ef súrefnið vantar. Algengasta súlfíðið hérlendis er brennisteinskís eða glópagull (FeS2) sem myndar teningslaga kristalla. Annað súlfíð er brennisteinsvetni (H2S), algengt í jarðhitavatni og flestir kann- ast við brennisteinsfýluna á jarðhitasvæðum, sem minnir á lykt af fúleggjum. Gifs, sem er algengt á háhitasvæðum, er súlfat (CaS04+ H20). Á íslandi var brennisteinn mikilvæg versl- unarvara strax á 13. öld og er þess getið í heimildum að árið 1279 varaði erkibiskup í Noregi Skálholtsbiskup við vaxandi áhuga Danakóngs á þessari vöru. Einkum var brennisteinn numinn í Þingeyjarsýslu; í Fremrinámum, Námafjalli og í minna mæli í Kröflu og á Þeistareykjum. Framleiðslan var einkum notuð í púður og var hámark brenni- steinsframleiðslu um 1560, og nam þá nálægt 100 tonnum á ári. Danakóngur keypti nám- urnar í Þingeyjarsýslu 1563 (þó ekki Þeista- reyki strax), en framleiðslan dróst saman og lagðist námavinnsla að mestu niður um 1610. Nokkuð var numið og selt af brennisteini milli 1750 og 1870, en eftir það hafa allar námatilraunir runnið út í sandinn. Dana- kóngur átti námurnar fram til 1885 er Land- sjóður tók þær yfir. Einnig var numinn brennisteinn í Krísuvík og í Brennisteins- fjöllum. Framan af öldum var brennisteinn einkum notaður til púðurgerðar og síðar í lyf. Auk þessara nota er brennisteinn notaður í iðnaði, t.d. í áburð, skordýraeitur, eldspýtur, lita- gerð, sýrur og margt fleira. Helstu námur eru nú í Bandaríkjunum, Sovétríkjunum, Mex- ikó og í Frakklandi. Lítið útlit er fyrir að íslendingar hasli sér völl á þessu sviði í fram- tíðinni. Helgi Torfason. Náttúrufræðingurinn 54 (1), bls. 8, 1985 8

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.