Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1985, Síða 34

Náttúrufræðingurinn - 1985, Síða 34
leik eldfjallsins þar sem vatn, loft, jörö og eldur, forngrísku frumefni fjögur, samtvinnast í hrikafenginni náttúru- hljómkviðu. JARÐVEGSSNIÐ Jarðvegssniðin á myndum 5 og 6 sýna afstöðu hlauplaganna til þekktra gjóskulaga í jarðvegin- um. Þar et gerður greinarmunur á því hvort heldur gjóskan hefur borist með vatni eða hefur fallið úr lofti. Snið 1-7 eru mæld við Ytri-Rangá eða í nánd við hana. Snið 1 Merkihvoll er mælt í malarnámi við rofbarð sem kennt er við eyðibýlið Merkihvol á vesturbakka Rangár skammt frá brúnni fyrir ofan Galtalæk. Undir jarðvegi með ýmsum þekktum gjóskulögum, þ.á.m. H3 er um 2 m þykkt lag af vatnsfluttum vikri. Vikurinn er vafalítið upprunninn í H4 gjóskulaginu. Snið 2 og 3 Réttarnes eru mæld í vesturbakka Rangár við Réttarnes. Snið 2 er mælt í nesinu sjálfu, en snið 3 um 1 km neðar við ána. í þessum sniðum eru áberandi lög af vatnsflutum ljósum vikri. f sniði 2 er jarðvegur með þekkt- um gjóskulögum ofan á vikrinum, þar á meðal Landnámslagið og tvílitt grófkornótt lag hið efsta af þremur brúnum og svörtum gjósku- lögum frá Heklu, sem eru nokkru yngri en H3. Neðsta hlauplagið í báðum sniðunum er Sel- sundsvikur og hlauplagið yfir því er að öllum líkindum H3 í báðum sniðunum. í sniði 3 er þriðja og efsta hlaupiagið hugsanlega frá gosinu 1104, þótt ekki hafi fengist staðfesting á því enn sem komið er. Snið 4 Heiði er mælt í bakka við Víkingslæk hjá bænum Heiði á Rangárvöllum. Snið 5,6 og 7 Hella eru mæld í skurði við vesturbakka Ytri-Rangár hjá Hellu neðan brú- ar. f skurðbökkunum er sendinn jarðvegur ofan til, en mór þar undir. í bökkunum ofantil eru nokkur þekkt gjóskulög. Þar fyrir neðan eru lög í mónum úr ljósum, vatnsfluttum vikri. Þau eru þykkust og mest áberandi næst ánni, en þynnast og hverfa alveg er fjær dregur árbakkanum. Ekki verður betur séð en hér séu komin þau 3 lög sem áður er lýst frá Merkihvoli og Réttar- nesi, þ.e. H4, Selsundsvikur og H3. Snið 8 Skarfanes er mælt í vesturbakka Þjórs- ár í Skarfanesi norðaustur af Skarðsfjalli. Þar sjást engin merki um vikurhlaup í jarðveginum, en gjóskulögin sem hér eru til umræðu finnast þar öll loftfallin. Þrjú tvílit gjóskulög frá Heklu eru afar áberandi í þessu sniði. Þau eru milli Landnámslagsins og H3, ljósbrún neðst en svört efst. Efsta lagið hefur mikla útbreiðslu um Suðurland og er gott leiðarlag. Neðsta lagið hefur verið aldursgreint með geislakoli og reyndist 2660 +/— 80 ára, (Guðmundur Kjart- ansson o.fl. 1964). Skammur tími hefur liðið milli þessara gosa. Skv. jarðvegsþykktum eru efri lögin bæði meira en 2000 ára. Snið 9 Árnes er mælt í Árnesi skammt frá Búðafossi. Þar verður vart við þrjú lög af vatns- fluttum vikri í jarðvegi, sem er eldri en um 2600 ára. Efsta lagið, sem talið er vera H3, hefur mesta útbreiðslu að því er séð verður. T.d. finnst dreif af núnum vikurhnullungum allt að 13 cm löngum, sem tengjast þessu lagi á yfir- borði á uppblásnu landi við Hestfoss. Selsunds- vikur og H4, vatnsflutt lög með ljósum vikri, finnast milli þessa lags og gjóskulagsins H5, sem er loftborið. Snið 10 Stórahof er mælt í vesturbakka Þjórs- ár fram undan Stórahofi. Engin stórfelld um- merki eru eftir vikurhlaup, en þó er augljóst, að oft hafa flóð farið þar yfir og borið möl og sand út á þurrlendisjarðveg. Á sniði 10 á mynd 6 er merkt við þau malarlög, sem líklegast er talið að hlaupin sem fylgdu H3 og H4 gosunum hafi skilið eftir sig og e.t.v. einnig Heklugosið árið 1104. Snið 11 Þrándarholt er mælt í vesturbakka Þjórsár niður undan Þrándarholti. Þar er í jarð- veginum um 0.5 m þykkt lag, sem er að mestu leiti úr hvítum, vatnsnúnum vikri. Sennilega tengist þetta lag H4 gosinu. Snið 12 Neshóll í Nesey í Stóru-Laxá. Neðan við Birtingarholt afmarka álar í Stóru-Laxá all- stóra eyju, sem Nesey heitir. Eyjan er hæst að suðaustanverðu, í Neshól, og rís þar um 8-10 m yfir vatnsborð árinnar (3. mynd). Kjarninn í Neshól eru tvö um 2 m þykk lög af vatnsfluttum, ljósum vikri, sem blandaður er dökku efni. Yfir efra laginu sjást Landnáms- lagið og tvö af brúnu og svörtu lögunum frá Heklu. Efra hlauplagið er malaríkt og laust í sér; aðalefnið er ljós vikur. Undir efra hlaup- laginu er jarðvegslag með gjóskulögum, en þar fyrir neðan er svo annað hlauplag um 2 m þykkt. Þar fyrir neðan er um 20 cm þykkt mólag með lurkum . Snið 13 Sóleyjarbakki er í mýrarskurði austur af Sóleyjarbakka. Oskulagasyrpan er heilleg og öll helstu leiðarlög til staðar gagnstætt því sem er í sniðum 9, 10, 11 og 12. í sniðinu er H3- askan vatnsborin en H4-askan loftborin. Á þess- um stað var sú greining nánast geirnegld, að vikurlögin í Neshól væru H3 og H4, því þarna í skurðinum er hægt að sjá hvernig hin þykku vatnsbornu lög við Stóru-Laxá hverfa út og ganga sem venjuleg loftborin lög inn í ótruflaða öskulagasyrpu mýrarinnar. 28

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.