Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1985, Side 37

Náttúrufræðingurinn - 1985, Side 37
Haukur Jóhannesson: Þættir úr sögu Skeiðarárjökuls INNGANGUR í lok síðustu aldar og framan af þessari var Skeiðarárjökull mun þykk- ari (hærri) en nú á móts við Grænalón, sem þá hafði afrennsli um skarð til Núpsár. Þegar á öldina leið þynntist hann og árið 1935 var jökullinn orðinn svo þunnur, að vatnið í Grænalóni náði að lyfta honum og brjóta sér leið fram á sand. Þá tæmdist Grænalón. Hlaupið kom fram í Súlu, sem fellur undan Skeiðarárjökli við hornið á Eystrafjalli. Vestasti hluti hans er stundum nefndur Súlujökull og dregur nafn af Súlutindi (1. mynd). Eftir hlaupið fylltist lónið á ný. Aftur urðu stórhlaup árin 1939 og 1943. Eftir hlaupið 1943 hefur vatnshæð í Græna- lóni ekki náð fyrri hæð og því ekki fengið afrennsli til Núpsár. Nú er Núpsá bergvatnsá, en var jökulá fyrir 1943, og efstu drög hennar eru í ofan- nefndu skarði. í skarðinu eru nú þurr- ar, vatnsnúnar klappir þar áður var beljandi stórfljót. Þótt Grænalón hafi ekki náð fyrri vatnshæð eftir 1943, hef- ur það hlaupið aftur og aftur. Fyrst eftir stóra hlaupið 1935 liðu nokkur ár milli hlaupa, en nú hin síðari ár koma hlaup í Súlu nær árlega og þá lækkar stórlega í Grænalóni. Nú nær vatns- hæð í lóninu um 560 m. y. s. milli hlaupa. Þess ber að geta að hlaupin eru mun minni hin síðari ár og má vera, að nokkurra hlaupa hafi ekki orið vart. Sírennsli úr lóninu mun hafa átt sér stað um lengri eða skemmri tíma og því ekki komið hlaup sum árin. Sigurður Þórarinsson (1939 og 1974) telur upp í ritum sínum Grænalóns- hlaup, sem hann hefur fundið heim- ildir um. Fyrir stóra hlaupið 1935 get- ur hann aðeins fárra (1201, 1785, 1887, 1898 og 1913). Auk eiginlegra Grænalónshlaupa nefnir hann hlaup sem komu úr lóni sem myndaðist í Núpsárdal er Skeiðar- árjökull gekk vestur að Lómagnúpi. Þó eru engir vitnisburðir sjónarvotta að því til. Hér verða dregnar saman heimildir, sem ég hefi fundið um fyrri stöðu jaðars Skeiðarárjökuls vestan- verðs. í ljósi þeirra verður reynt að gera grein fyrir framrásar- og hörfun- arsögu Skeiðarárjökuls, sem hefir, að því er virðist, töluverð áhrif á stærð og tíðni Grænalónshlaupa. HEIMILDIR UM STÖÐU SKEIÐ- ARÁRJÖKULS SÍÐUSTU 250 ÁRIN Sigurður Þórarinsson (1939, 1943 og 1974) telur, að Skeiðarárjökull hafi legið vestur undir eða fast að Lóma- gnúp um 1750—60 og aftur undir lok 19. aldar, og að lón hafi verið í Núps- árdalnum. Þetta lón telur Sigurður Þórarinsson (1974) hafa hlaupið af og til frá miðri 18. öld fram á miðja 19. öld. Sigurður byggir þessar ályktanir sínar m. a. á samantekt Guðmundar G. Bárðarsonar (1934) um stöðu jökla á ýmsum tímum. Hér á eftir mun ég telja upp þær heimildir sem ég hefi fundið um legu vesturjaðars Skeiðar- árjökuls frá um 1700 og fram undir miðja þessa öld. Sumar þessar heim- Náttúrufrædingurinn 54 (1), bls. 31-45, 1985 31

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.