Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1985, Qupperneq 38

Náttúrufræðingurinn - 1985, Qupperneq 38
1. Mynd. Súlutindur (Súla) á Eystrafjalli. — The Súlutindur peak on Mt. Eystrafjall in W.-Skaftafellssýsla. Ljósm Jpohto Haukur Jóhannesson. ildir eru þær sömu og Sigurður Þórar- insson og Guðmundur G. Bárðarson notuðu, en ég hef túlkað sumar þeirra nokkuð á annan veg. Eitt af því, sem vert er að hafa í huga, þegar eftirfarandi heimildir eru skoðaðar, er að þegar Skeiðarárjökull liggur að Lómagnúp þá stíflar hann uppi Núpsárdalinn og þar myndast lón. Því munu bæði Núpsá neðan Kálfsklifs og Súla hverfa alveg. Ég hef tekið það sem vísbendingu, ef Súla er nefnd á nafn, að þá hafi Skeiðarár- jökull ekki náð að Lómagnúp. 1704-5 Elstu heimild, sem hér er stuðst við, er að finna í athugasemdum Árna Magnússonar (Jón Árnason 1954) við þjóðsöguna um Vestfjarða-Grím, sem átti að hafa lagst út við Grímsvötn. Árni ferðaðist um Skaftafellssýslur á árunum 1704 og 1705 og mun þá hafa skrifað niður söguna. Árni hefur ritað eftirfarandi athugasemd við hana: „Þetta á að skiljast um Grímsvötn, sem enn nú svo kallast og eftir al- mennings meining þess á milli í eldi leika. Atli [þ. e. sögumaður Árna - innskot höfundarj heldur þeirra af- stöðu fyrir vestan og norðan Skeiðarárjökul, þar uppi í jökla sundum langt úr byggð. Súla heitir vatnsfall er framan úr jöklum renn- ur fyrir austan Núpsvötn á Skeiðar- ársandi og fellur í sögð Núpsvötn. Um Súlu þessa segir Atli nokkurra 32

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.