Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1985, Qupperneq 40

Náttúrufræðingurinn - 1985, Qupperneq 40
1731-31 Á kortum sem T. H. H. Knoff teiknaði af Skaftafellssýslum (sjá Har- ald Sigurðsson 1978) eru útlínur Vatnajökuls mjög ónákvæmt dregnar, en ofan í Skeiðarárjökul hefur verið skrifað: „Udlöbeniokul for 600 Aar. Same Iokul flöter sig fram og tilbage". Haraldur Sigurðsson (1978) telur að hér eigi við jökul sem hleypur, þ. e. a. s. þegar vatnshlaup kemur undan jökuljaðarinum. Einnig getur hér verið átt við, að jökullinn hlaupi fram, það er að gangur sé í honum og jökuljaðarinn gangi líkt og Vestri- Hagafellsjökull árið 1980 og hörfi síð- an, og er það vísast nær sanni. Reyndar notar Knoff „Udlöbeniokul" víðar á kortum sínum og virðist tákna skriðjökul. 1756 Sumarið 1756 ferðuðust Eggert Ólafs- son og Bjarni Pálsson um Skaftafells- sýslur og er þeim lýst í ferðabókinni (Eggert Ólafsson 1772). Þar stendur eftirfarandi: „Fiældsiden norden for Nupen, er smukt og fruktbar paa kraftigt Græs og Birkeskov, hvilket er desto meer at undre paa, sidan Isen gaaer her tæt til, og de kolde Jpkel-Elve, Nupsv0tn, styrtes her ned af Is- sprækkerne, og oversvpmme Foden af ommældte Fiældside." í dagbókinni á Landsbókasafninu er eftirfarandi klausa: „Norden for Lomagnup udi dens fi- æld side er god birke skov og skiön græsgang for faar som gaar her, og bliver meget fede og tillige vilde; thi folk kommer siælden til dem, hver andet eller 3de Aar, thi formedlest fiældet, stilhed og Nups-Elverne som styrtes her frem af Jökkelen tæt ved roiden bliver veyen farlig og besværlig. At faarene faar her græs nok af Jorden og knopfer af træerne om vinteren saa at de lidit eller intet taber af dens fedme, er vist og til- forladeligt; end skiönt det næppe synes troeligt formedelst den gruue- lige Skeiðar-aa-Jökkels nærværelse; men flere sammeslags og lige saa visse exempler bekræfter endnu mer sandfærdigheden. “ Petta hefur verið túlkað á þann veg að Skeiðarárjökull hafi legið að hlíð Lómagnúps. Þegar Eggert ræðir um hlíðina norðan Lómagnúps á hann augljóslega ekki aðeins við hlíðina inn með Núpnum heldur einnig vestur hlíð Eystrafjalls. Það sést best af því, að í dagbókinni er getið um útigang sauðfjár sem hafi verið smalað annað og þriðja hvert ár. Þetta getur aðeins átt við Eystrafjall og Núpsstaðaskóga, sem ekki voru smalaðir á hverju ári og tíðkaðist það allt fram á þessa öld. Því verður ekki dregin sú ályktun að Skeiðarárjökull hafi náð í Lómagnúp, enda tekið fram að Núpsvötn flæði um hlíðarfótinn. 1777 Kort af Vestur-Skaftafellssýslu, sem Sæmundur Hólm teiknaði (sjá Nprlund 1949 og Harald Sigurðsson 1978) sýnir legu jaðars Skeiðarár- jökuls þó ónákvæmt sé. Ekki er að sjá að Skeiðarárjökull liggi að Lómagnúp. 1783 Kort í riti Sæmundar Hólm (1784) um Skaftáreldana sýnir að Skeiðarár- jökull hefur ekki náð að Lómagnúp. 1784 Jón Steingrímsson (1907—15) skrif- ar eftirfarandi: „Þetta sama ár 1784 um veturinn voru öll vötn venju minni, sem renna úr Skeiðarárjökli, sem liggur milli Núpstaðar og Skaptafells. f þessum jökli heyrðust miklir brestir og undirgangur, þar til úr honum 34

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.