Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1985, Page 45

Náttúrufræðingurinn - 1985, Page 45
entligt mindre i 1881 en i 1880. Præsten paa Sandfell, Sire Sveinn Eiriksson, paaviste dette tydeligt for os: Fra Sandfells Præstegaard, der ligger 20 Kilometer i ret Linie fra de midtre Partier af Skeiðarárjpkull, tegner denne sig som en svagt hvæl- vet Ryg og opover denne Ryg ser man hele Rækken af Sulutindar, ogsaa de mindre Pigge. Men i 1880 var det netop saavidt, at man kunde pine den pverste Tind af Sulutindar. Bræen er i Aarets Lpb afsmeltet saa meget, at man nu kan se hele Rækk- en. Eftir nogle sammenlignende Maalinger, som jeg anstillede ved en Bestigning af Hverfildalspxl, et 2607 Fod h0it Fjeld nord for Lóma- gnúpr, antager jeg, at denne Afsmeltning svarer til en Formind- skelse i Mægtighed paa circa 200 Fod. I dette Aar, i hvilket Bræen har aftaget saa meget, kom der og- saa frem en ny, f0r ukjendt Elv paa Skeiðarársandr, hvilken Elv i 1880 kun með N0d og Neppe lod sig be- fare með Heste, men i 1881 var den ikke stor. Sumarið 1882 hefur jökullinn átt 400 faðma eða nær 670 m í Lómagnúp og hafði styst um nær 170 m á einu ári. 1893 Þetta sumar ferðaðist Þorvaldur Thoroddsen um Vestur-Skaftafelis- sýslu og segist honum svo frá í ferða- bók sinni (Þorvaldur Thoroddsen 1914): „Undan röndinni renna gulmó- rauðir jökullækir, og frá vesturhorni jökulsins renna þeir allir í Núps- vötn; í rönd jökulsins eru melöldur og kippkorn frá henni annar bogi af jökulöldum. Á milli Seldalsaxlar og vesturhorns jökulsins er stutt sund, og þar renna Núpsvötn fram niður með Lómagnúpshlíðinni. Fyrir sein- asta hlaup stefndi Súla beint á Sel- dalsöxl, en við hlaupið breyttist hún og tók sé annan farveg; nú rennur hún kippkorn norður með Eystra- fjalli og þar efra í Núpsá; til þess að komast þessa leið, varð Súla að kljúfa stóra öldu, sem var þar fyrir henni.“ Um þetta leyti hefur jökullinn legið skammt innan við jökulgarðinn, sem áður er minnst á. 1893 Jón Jónsson (1974 og munnl. uppl.) hefur eftir gömlum Fljótshverfingum, að um 1893 hafi Skeiðarárjökull geng- ið fram og átt skammt eftir í Lóma- gnúp við Seldalsöxl. Þeir óttuðust, að ef svo færi, myndi jökullinn stífla framrás Súlu og Núpsár og hefði þá myndast lón fyrir innan. Svo varð þó eigi. Jón telur, að þá hafi jökullinn gengið að og jafnvel rutt upp tveimur öldum, sem merktar eru á kortið frá 1904 og eru í sandinum austan Seldals- axlar. Súla hefur nú tekið þessar öldur. Eins nefnir Jón í þessu sam- bandi, að hann hafi aldrei heyrt í sín- um uppvexti, að Skeiðarárjökull hafi nokkurn tíma náð Seldalsöxl og segist ekki hafa séð nein merki þess né að lón hafi myndast í Núpsárdal sunnan Kálfsklifs. 1860-1895 í bréfi sem Hannes bóndi Jónsson skrifaði Jóni Eyþórssyni og dagsett er 6. október 1965, og birt er í Jökli sama ár, segir um jökulinn og Súlu: „Súlná kom aldrei undan jökli við Fjall [þ. e. Eystrafjall - innskot höf.j, svo menn hefðu spurnir af, fyrr en á árunum 1894/1895, að hún tók upp á því að koma þar út og rann um tíma eða rúmt ár inn með Eystrafjalli og inn undir Kleifnanef framan við Staðarhól, færði sig svo smám saman á aurana og var nokk- ur ár við Loftsárnar með útfalli rétt við Fjall — og færði sig lítið eitt framar í hlaupum. 39

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.