Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1985, Qupperneq 46

Náttúrufræðingurinn - 1985, Qupperneq 46
En fyrir þann tíma kom hún út fullum 4 km fyrir framan Eystrafjall (eða jafnvel 5) og féll þá beint vest- ur í kletta, er kallast Mígandifláar, og þar lá hún 1860, er jökullinn átti aðeins 10 faðma vestur í Núpsvötn, sem lágu undir klettunum. En frá því útfalli hafa sjálfsagt verið 6—7 km inn að fjalli. Þá fóru ntenn inn Skógarbrýr eða Skollastíg til þess að komast inn í Skóga og Eystrafjall til kolagerðar og smölunar." og aftar: „Eftir 1860 fór jökullinn að kippast til baka, en skildi eftir öldur, sem héldust að nokkru til 1913, svo að ég sá, hve skammt jökullinn átti í vötn- in en allt er [nú] horfið af framburði í hlaupum og svo er sléttað úr múg- unum.“ Eg tel vafalítið að framgangur jökulsins um 1860, sem Hannes nefn- ir, eigi við 1857 eins og geta má sér til um, þegar litið er yfir eldri heimildir. Öldurnar sem jökullinn skildi eftir sjást á Herforingjaráðskorti (1905), í mælikvarða 1:50.000, sem mælt var 1904. 1904 Fyrsta nákvæma landakortið, sem gert var af þessu svæði, var mælt 1904 af danska herforingjaráðinu. Kortið er í mælikvarða 1:50.000 (Herforingja- ráðskort 1905). Þá er jökuljaðarinn um 200—500 m innan við garðinn sem hann staðnæmdist við 10 árum áður. Vaðall er sýndur neðan við Kálfsklif. 1946 AMS-kort (1950 og 1951) í mæli- kvarða 1:50.000 sýna að jökullinn hef- ur hörfað um 1000 m frá jökulgarð- inum. 1961 Herforingjaráðskort (1974) í mæli- kvarða 1:100.000 var leiðrétt af Landmælingum íslands eftir flug- myndum frá 1961 og hafði jökullinn þá hörfað um 2.5 til 3.0 km frá jökulgarð- inum. NIÐURSTÖÐUR Niðurstöður ofangreindrar heim- ildakönnunar eru dregnar saman á 2. og 3. mynd. Þar er gert ráð fyrir, að jökulgarðurinn (Sandgígjur) austan og út undan Lómagnúp sé forsögulegur og líklega frá því snemma á nútíma. Aðal jökulgarðurinn framan við Skeiðarárjökul er í raun samsettur úr mörgum minni görðum eins og Pól- verjinn Bogacki (1973) hefur sýnt fram á. A sögulegum tíma virðist Skeiðarárjökull ekki hafa náð utar en að þessum garði, og jafnan orpið upp nýjum innan og ofan á þann sem fyrir var í hvert skipti sem hann gekk fram. Sennilega hefur Skeiðarárjökull náð lengst fram árið 1784 eða skömmu áður og þá líklega myndað ysta og elsta hluta jökulgarðsins, ef þar hefur ekki annar enn eldri verið fyrir. Aftur mun jökullinn hafa gengið fram að garðinum um 1857, 1874 og um 1893. Ef þessar tilgátur eru réttar hefur jök- ullinn aldrei gengið yfir í hlíðar Lóma- gnúps en mjótt hefur sundið á stund- um verið. Sveinn Pálsson (1945) er í raun sá eini, sem telur að jökullinn hafi legið svo fast upp í hlíðar Lómagnúps, að lón hafi myndast í Núpsárdal innan við jökulinn. Jón Sigurðsson (1859) segir, að jökullinn hafi hlaupið í eða að Lómagnúp en minnist ekki á að lón hafi myndast fyrir innan. Sóknarlýsing Jóns er mjög nákvæm og ýtarleg og því er athyglisvert að ekki er minnst á lón í Núpsárdal. Aftur á móti minnist hann á, að Súla hafi hlaupið reglulega ára- tugina áður en hann reit lýsinguna. Eftir stendur þá aðeins fullyrðing 40

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.