Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1985, Qupperneq 52

Náttúrufræðingurinn - 1985, Qupperneq 52
Ritfregnir ÍSLENSK FLÓRA MEÐ LITMYNDUM Ágúst H. Bjarnason Eggert Pétursson gerði myndirnar Iðunn Reykjavík 1983, 352 bls. Sumarið 1983 kom út gagnmerk bók hjá bókaforlaginu Iðunni. Var þar á ferð ný íslensk flóra eftir Ágúst H. Bjarnason prýdd fjölda litmynda sem Eggert Péturs- son hefur teiknað. Pær flórur sem mest hafa verið notaðar undanfarið eru Flóra íslands eftir Stefán Stefánsson og Ferða- flóra Áskels Löve. Eldri flórurnar tvær eiga það sameiginlegt að þær fylgja hefð- bundnum aðferðum flokkunarfræðinnar og er plöntunum raðað eftir skyldleika. Frumgreiningarlykillinn skiptir plöntunum niður í ættir og síðan eru nákvæmari lyklar innan hverrar ættar. í íslenskri flóru þeirri nýju hafa verið teknir upp aðrir siðir. Par byggir greining- arlykillinn á lit og fjölda krónublaða og er plöntunum raðað upp eftir þeim einkenn- um í bókinni. Er því ekkert tillit tekið til skyldleika plantnanna. Höfundur segir í formála að aðaltilgang- urinn með útgáfu íslenskrar flóru hafi ver- ið að auðvelda almenningi að þekkja ís- lenskar plöntur. Hafi því verið brugðið á það ráð að birta einfalda greiningarlykla og teiknaðar litmyndir af algengustu plöntutegundum. Sýnist mér að þeim til- gangi hafi verið náð. Greiningar á plöntun- um einskorðast að vísu við þann tíma sent jurtin er í blóma og erfitt að greina þær skv. þessari flóru á öðrum tímum árs. Greiningarlykillinn er einfaldur og að- gengilegur. Þegar búið er að skipta plönt- unum niður eftir lit og fjölda krónublaða er stuðst við önnur útlitseinkenni, s.s. lögun blaða og ýmis einkenni blómsins. Til þess að lesandi geti nýtt sér þann hluta lykilsins hefur höfundur tekið saman myndaágrip af grasafræðinni og nýtur hann þar stuðnings Eggerts Péturssonar. Þar er í máli og myndum lýst öllurn helstu líffærum plöntunnar ásamt þeim breyti- leika sem á þeim eru í plönturíkinu. Lýs- ingar þessar eru mjög skýrar og gegna myndirnar aðalhlutverkinu. Ættu allir að geta áttað sig á hinum ýmsu fræðiheitum sem notuð eru bæði í greiningarlyklum og í sjálfum lýsingunum á plöntunum. Þegar komið er út í aðalkafla bókarinnar þar sem lýsingar á einstökum plöntum er að finna rekur lesandinn strax augun í litmyndirnar sem fylgja. Eru í bókinni 270 litmyndir af þeim 330 tegundum sem lýst er. Eggert Pétursson hefur auðsýnilega lagt mikla alúð við gerð þeirra og hafa þær á sér listrænan blæ. Litirnir eru að vísu á stundum heldur daufir og slær oft grárri slikju á plönturnar. Bendir það til þess að teiknarinn hafi stuðst um of við þurrkuð eintök. Einnig getur verið að prentun eigi einhverja sök þar á. Annað atriði er þó bagalegra. Myndirnar eru ekki alltaf nógu skýrar og á það sérstaklega við um blómið sjálft. Þar sem greiningarlykillinn byggir fyrst og fremst á útliti blómsins hefði mátt leggja meiri áherslu á að draga fram blóm- ið á teikningunni. Þetta hefði mátt bæta með því að teikna nærmynd af blóminu sem fylgdi síðan aðalmyndinni. Lýsingarnar sjálfar á plöntunum eru Náttúrufræðingurinn 54 (1), bls. 46-48, 1985 46

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.