Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1986, Qupperneq 3

Náttúrufræðingurinn - 1986, Qupperneq 3
Jón Jónsson: Hraunið við Lambagjá INNGANGUR í riti mínu „Jarðfræðikort af Reykjanesskaga“ (OS JHD 78311978) og korti, sem því fylgir eru sýnd fjögur mismunandi hraun vestan við Stað í Grindavík. Elst þeirra eru hraun frá Sandfellshæð (merkt D-6) en þau eru óslitið með sjó fram frá Bergsenda (Staðarbergs) og austur fyrir Húsatótt- ir, en kom auk þess fram vestan við byggð í Grindavík. Öll byggð í Staðar- hverfi er á þessu hrauni. Næst þessu, hvað aldur varðar, er það hraun, sem hér er gert að umtalsefni. Ofan á það leggst svo það, sem nefnt er Berg- hraun og myndar Staðarberg, en það er raunar sama og Klofningahraun, og ættu þeir, sem ritið og kortin hafa undir höndum að leiðrétta villuna á kortinu (H-17 og H-15 er eitt og sama hraun). Verða þessi hraun hér eftir kölluð Rauðhólshraun, því komin eru þau úr einstökum gíg, Rauðhól, suð- vestan við Sandfellshæð og skammt norðan við Eldvörp. Hraunið, sem hér um ræðir vantar á kortið. Aldursröð hraunanna verður þessi: Sandfellshæð- arhraun, hraunið við Lambagjá, Rauðhólshraun og Eldvarpahraun, en það síðast nefnda er samkvæmt aldurs- ákvörðun um 2150 C14 ára, og ætti því að hafa runnið um 200 árum fyrir upp- haf okkar tímatals. HRAUNIÐ Það þessara hrauna, sem er næst elst kemur fram í viki því er verður milli Eldvarpahrauns að austan og Rauð- hólshrauns vestan við Grænabergsgjá í landi Staðar, en auk þess í óbrennis- hólmum þar norður af. Ekki mun það hafa sérstakt nafn en vikið milli áður nefndra hrauna mun heita Moldarlág. Hraun þetta er afar sérstætt að útliti. Eað er nú talsvert gróið en sendinn jarðvegur og foksandslag í öllum lægðum. Aldur hraunsins má nokkuð marka af því að það er brotið um þvert af gjám og sprungum, og hefur því verið til áður en þær mynduðust. Sprungurnar sjást aðeins í tveim elstu hraununum þarna, en hvorki í Rauðhólshrauni né Eldvarpahrauni. Jafnframt er svo að sjá sem litlar eða engar hreyfingar hafi á þessu svæði orðið frá því að Rauðhólshraun rann. Það sem vekur undrun er ytra útlit þessa hrauns, en því verður trauðla með orðum lýst og jafnvel góðar ljós- myndir gera því ekki full skil. Það er þunnt, varla nema 5—6 m og auðvelt hefur reynst að grafa gegnum það, en þéttan bergkjarna virðist víðast hvar vanta. Þó sést hann á kafla ofan við Lambagjá. Hraunið samanstendur af misstórum og alla vega löguðum bergbrotum, flestum hellulaga, mest 15—25 cm þykkum og afar blöðrótt- um. Víða má greina opnar rásir eftir hraunlænur eða gas. Nú horfa þær í allar áttir „eins og andarvana auga í sjálfs sín tómleik rýni“. Svo hefur þetta ekist saman í hrauka og hóla, sem sumir eru nokkurra metra háir og Náttúrufræðingurinn 56(4), bls. 209-212, 1986 2 09
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.