Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1986, Page 5

Náttúrufræðingurinn - 1986, Page 5
2. mynd. Samsettur klett- ur í hrauninu við Lamb- agjá,— A composite rock in the lavaflow at Lamb- agjá. (Mynd/p/ioto Jón Jónsson). Þar er það stórbrotnast og raunar ekki útilokað að þar séu upptök þess enda þótt ekki séu þar neinir dæmigerðir gígir. Athyglisvert er að gjár, sem eru margra metra breiðar ganga gegnum þetta hraun, en næst undir því er hraun úr Sandfellshæð, eins og áður segir. Virðist því aldursmunur þessara tveggja hrauna ekki vera ýkja mikill. í vestari óbrennishólmanum er Sandfellshæðarhraunið yfir 20 metra þykkt og grófstuðlað. Gegnum bæði hraunin gengur gjá, margra metra breið. Ég hef leyft mér að kalla hana Brúargjá sökum þess að yfir hana hef- ur myndast brú, steinbogi, úr Rauðhólshrauni. Að dæma af þeim staðreyndum, sem hér má lesa í lands- laginu hafa gjárnar orðið til á tímabil- inu frá því að Sandfellshæð var virk eldstöð til þess að Rauðhóll gaus. Aldursákvörðun þessara eldstöðva getur því varpað ljósi á hvenær gjárnar mynduðust á þessu svæði. Að sam- setningu er hraunið dæmigert þóleiít- hraun með ámóta miklu af plagíóklasi og pýroxeni, 4% ólivín og aðeins um 1% plagíóklasdfla. 211

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.