Náttúrufræðingurinn - 1986, Qupperneq 10
Biskupstungum er svonefndur Þræla-
garður. Hann liggur þvert yfir tunguna
milli Brúarár og Tungufljóts (nr. 5).
HEIMILDIR UM ÞRÆLAGARÐ
Elsta heimild er getur átt við Þræla-
garð er í Landnámabók (Sturlubók og
Hauksbók) en þar segir:
„Ásgeirr hét maðr Úlfsson; honum gaf
Ketilbjörn Þorgerði dóttur sína ok lét
henni heiman fylgja Hlíðarlönd öll fyrir
ofan Hagagarð; hann bjó í Hlíð enni
ytri.“
(íslenzk fornrit 1968, bls. 386)
Sérnafnið Hagagarður finnst nú
hvergi sem örnefni né nafn á garðlagi í
Biskupstungum.
Ketilbjörn hinn gamli, landnáms-
maður að Mosfelli í Grímsnesi, hefur
gefið með dóttur sinni allt land milli
Brúarár og Tungufljóts, fyrir ofan
Hagagarð. Dóttir hans og tengdasonur
bjuggu í Hlíð hinni ytri, en þar heitir
nú Úthlíð. Sá bær er með Hlíðum, en
þær ná frá Efri-Reykjum og upp að
Múla. Annarri dóttur sinni, Þórkötlu,
konu Eilífs auðga, gaf hann Höfða-
lönd og bjó hún að Höfða (íslenzk
fornrit 1968).
Jakob Benediktsson (sjá formála
við íslenzk fornrit 1968) telur víst, að
kaflinn um Ketilbjörn á Mosfelli sé
runninn frá ritum Ara fróða, sem
hugsanlega hefur samið eða átt þátt í
að semja frumdrög Landnámu á fyrstu
áratugum tólftu aldar. Ekki er ólík-
legt, að garðurinn hafi þá þegar verið
orðinn allgamall, eins og sögnin í
Landnámu bendir til.
í vitnisburði Jóns prests Oddssonar
um landamerki Torfastaða í Biskups-
tungum frá 13. júlí 1456 er ónafn-
greindum garði lýst svo:
„.... og so vestur med vijkenne ad gar-
de þeim er geingur fyrer austan Tuned i
Hrosshaga.“
Síðar segir:
„Jtem sagde offtnefndur Magnus. ad
gardur sa er geingur fyrer austan Hross-
haga. og upp ad Klofnalækiar botnum.
þess er fellur fyrer austan Miklahollt
være landamerkisgardur i millum Skal-
hollts og Torfastada. og þesse landa-
merke höfdu honum sögd vered af Þor-
lake preste Gijsurarsyne og Einare
preste Halldorssyne. er bued höfdu a
Torfastödum. og af Bijrne Þor-
steinssyne. er bued hafde i Hrosshaga
og a Eystra Fliote.“
(íslenzkt fornbréfasafn 1899-1902,
bls. 143-144).
Landamerkjabréfið frá 1456 er stað-
fest í Skálholti þann 7. apríl 1539 (ís-
Ienzkt fornbréfasafn 1911-1921).
Landamerkja Torfastaða og Skálholts
er einnig getið í bréfum Gissurar bisk-
ups Einarssonar frá 10. júlí 1543 og
Gísla biskups Oddssonar frá 5. mars
1635 og í vitnisburðum frá 12. nóv.
1615 og 12. feb. 1616 (sbr. íslenzkt
fornbréfasafn 1899—1902). Ekki hefur
unnist tími til að kanna þessi bréf og
vitnisburði.
í landamerkjabréfum frá síðari
hluta 19. aldar, er hvergi að finna staf
um, að garður þessi hafi legið á merkj-
um (Landamerkjabréf 1884, 1885,
1888 og 1889).
Næstur til að lýsa garðinum er
Brynjúlfur Jónsson frá Minna-Núpi
(1894, bls. 2). Um Þrælagarð gengu þá
tvær munnmælasögur:
„En munnmælasögn er: að Ketilbjörn
hafi látið búsmala sinn ganga fyrir
austan Brúará, og látið gjöra garð frá
henni austur að Tungufljóti, svo fjenað-
urinn væri í sjálfheldu; en smalamaður
hafi hafzt við í skála, þar sem bærinn
Skálholt var reistur síðar.
Sú sögn er einnig um garðlagninguna,
að þá er þrælarnir, sem lögðu hann,
voru komnir með hann vestan frá Brú-
ará austur á holtið, þar sem nú er bær-
inn Miklaholt, þá hafi þeir hvílt sig
undir steini og sofnað; hafi Ketilbjörn
216