Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1986, Qupperneq 10

Náttúrufræðingurinn - 1986, Qupperneq 10
Biskupstungum er svonefndur Þræla- garður. Hann liggur þvert yfir tunguna milli Brúarár og Tungufljóts (nr. 5). HEIMILDIR UM ÞRÆLAGARÐ Elsta heimild er getur átt við Þræla- garð er í Landnámabók (Sturlubók og Hauksbók) en þar segir: „Ásgeirr hét maðr Úlfsson; honum gaf Ketilbjörn Þorgerði dóttur sína ok lét henni heiman fylgja Hlíðarlönd öll fyrir ofan Hagagarð; hann bjó í Hlíð enni ytri.“ (íslenzk fornrit 1968, bls. 386) Sérnafnið Hagagarður finnst nú hvergi sem örnefni né nafn á garðlagi í Biskupstungum. Ketilbjörn hinn gamli, landnáms- maður að Mosfelli í Grímsnesi, hefur gefið með dóttur sinni allt land milli Brúarár og Tungufljóts, fyrir ofan Hagagarð. Dóttir hans og tengdasonur bjuggu í Hlíð hinni ytri, en þar heitir nú Úthlíð. Sá bær er með Hlíðum, en þær ná frá Efri-Reykjum og upp að Múla. Annarri dóttur sinni, Þórkötlu, konu Eilífs auðga, gaf hann Höfða- lönd og bjó hún að Höfða (íslenzk fornrit 1968). Jakob Benediktsson (sjá formála við íslenzk fornrit 1968) telur víst, að kaflinn um Ketilbjörn á Mosfelli sé runninn frá ritum Ara fróða, sem hugsanlega hefur samið eða átt þátt í að semja frumdrög Landnámu á fyrstu áratugum tólftu aldar. Ekki er ólík- legt, að garðurinn hafi þá þegar verið orðinn allgamall, eins og sögnin í Landnámu bendir til. í vitnisburði Jóns prests Oddssonar um landamerki Torfastaða í Biskups- tungum frá 13. júlí 1456 er ónafn- greindum garði lýst svo: „.... og so vestur med vijkenne ad gar- de þeim er geingur fyrer austan Tuned i Hrosshaga.“ Síðar segir: „Jtem sagde offtnefndur Magnus. ad gardur sa er geingur fyrer austan Hross- haga. og upp ad Klofnalækiar botnum. þess er fellur fyrer austan Miklahollt være landamerkisgardur i millum Skal- hollts og Torfastada. og þesse landa- merke höfdu honum sögd vered af Þor- lake preste Gijsurarsyne og Einare preste Halldorssyne. er bued höfdu a Torfastödum. og af Bijrne Þor- steinssyne. er bued hafde i Hrosshaga og a Eystra Fliote.“ (íslenzkt fornbréfasafn 1899-1902, bls. 143-144). Landamerkjabréfið frá 1456 er stað- fest í Skálholti þann 7. apríl 1539 (ís- Ienzkt fornbréfasafn 1911-1921). Landamerkja Torfastaða og Skálholts er einnig getið í bréfum Gissurar bisk- ups Einarssonar frá 10. júlí 1543 og Gísla biskups Oddssonar frá 5. mars 1635 og í vitnisburðum frá 12. nóv. 1615 og 12. feb. 1616 (sbr. íslenzkt fornbréfasafn 1899—1902). Ekki hefur unnist tími til að kanna þessi bréf og vitnisburði. í landamerkjabréfum frá síðari hluta 19. aldar, er hvergi að finna staf um, að garður þessi hafi legið á merkj- um (Landamerkjabréf 1884, 1885, 1888 og 1889). Næstur til að lýsa garðinum er Brynjúlfur Jónsson frá Minna-Núpi (1894, bls. 2). Um Þrælagarð gengu þá tvær munnmælasögur: „En munnmælasögn er: að Ketilbjörn hafi látið búsmala sinn ganga fyrir austan Brúará, og látið gjöra garð frá henni austur að Tungufljóti, svo fjenað- urinn væri í sjálfheldu; en smalamaður hafi hafzt við í skála, þar sem bærinn Skálholt var reistur síðar. Sú sögn er einnig um garðlagninguna, að þá er þrælarnir, sem lögðu hann, voru komnir með hann vestan frá Brú- ará austur á holtið, þar sem nú er bær- inn Miklaholt, þá hafi þeir hvílt sig undir steini og sofnað; hafi Ketilbjörn 216
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.