Náttúrufræðingurinn - 1986, Page 18
2. tafla. Lengd nokkurra garða og dagsverk, sem þurft hefur til hleðslu þeirra (Kristján
Eldjárn 1977, Páll Sigurðsson 1979 og Sigurður Þórarinsson 1982). — Length of five
ancient turf walls and days required to build them.
Nafn Lengd garðs (km) Dagsverk/Vo. of days
Name Length of turf wall (km) 3 faðmarIfathoms 6 iaðm'dt/fathoms
Bjarnagarður 00 r-" 1 r-~ 1547 774
Blákápugarður um 7,0 1400 700
Þrælagarður 6,9 1377 688
Völugarður um 3,0 600 300
Skagagarður 1,5 300 150
umhverfi sitt. í Gilbotnum er eina
sniðið, þar sem öskulög hafa fundist í
jarðveginum ofan á garðinum. Þar
finnast tvö svört öskulög H—1693 og
K—1721 þó nokkru ofan við garðinn,
þannig að jarðvegur hefur verið farinn
að myndast ofan á garðinum löngu
fyrir 1693.
Lengd Þrælagarðs er 6,9 km frá Brú-
ará í Hrosshagavík. Þennan garð verð-
ur að telja með meiri mannvirkjum,
þó að til séu lengri garðar, eins og
Bjarnagarður í Landbroti (2. tafla).
Prælagarður er frekar beinn miðað við
Bjarnagarð sem hlykkjast um Land-
brotsbyggðina. Það sést best á því, að
loftlína garðsenda á milli er 6,1 km, en
garðurinn 6,9 km.
Menn hafa nokkuð velt fyrir sér hve
mikil vinna liggi að baki svo löngum
görðum. Handritum Búalaga ber ekki
saman um hvert sé meðaldagsverk við
hleðslu löggarða. í því elsta er dags-
verkið talið 3 faðmar, en í þeim yngri
5—6 faðmar. Dagsverk þeirra 5 garða,
sem rannsakaðir hafa verið, voru
reiknuð út fyrir bæði 3 faðma á dag og
6 faðma (2. tafla). Það hafa farið 688—
1377 dagsverk í að hlaða Þrælagarð og
þurft hefur 7—15 manna flokk til að
hlaða hann á einu sumri (3 mánuð-
um).
ALDURÞRÆLAGARÐS
Elsta heimild er getur átt við Þræla-
garð er í Landnámabók, og má álykta
að þá hafi garðurinn verið allgamall,
enda getið um hann eins og hann væri
alkunnur. Því er mjög forvitnilegt að
kanna afstöðu garðsins til þekktra
öskulaga í jarðvegi. Með því móti má
komast nær um aldur garðsins.
í því skyni voru grafin fimm þver-
snið í gegnum Þrælagarð (2. og 4.
mynd). Þeim verður lýst hér á eftir,
ásamt viðmiðunarsniði frá Brattholti.
Auk þess verður lýst sniði, sem grafið
var í gegnum rimann í Hrosshaga, sem
reyndist vera gamalt rofabarð.
Viðmiðunarsnið í Brattholti
Vegna athugana á öskulögum í
kringum Þrælagarð, þótti nauðsynlegt
að mæla upp snið til viðmiðunar ann-
ars staðar í Biskupstungum (4. mynd,
nr. 6). Því sniði var valinn staður í
rofabarði skammt austan þjóðvegar,
nokkru neðan við bæinn Brattholt (1.
mynd). Brattholt er með efstu bæjum í
Biskupstungum, nokkru neðan við
Gullfoss. Á þessum slóðum eru þykkt-
ir margra öskulaga úr Heklu mun
meiri heldur en neðar í sveitinni, og
því auðveldara að þekkja einstök lög.
Neðarlega í sniðinu er 7,5 cm ljóst
224