Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1986, Page 25

Náttúrufræðingurinn - 1986, Page 25
öldum, að garðurinn hafi upphaflega verið hagagarður og smalamaður Ketilbjarnar hafi hafst við í Skálholti (sbr. Brynjúlf Jónsson 1894). Valdi- mar Pálsson (1986) skráði sögn eftir Kristínu Ólafsdóttur, sem bjó á Spóa- stöðum á síðari hluta 19. aldar. Þar segir, að smalamaður Ketilbjarnar hafi hafst við í skála, sem nú er í landi Spóastaða, og heitir þar Smalaskáli. Þar eru nú tóftir af beitarhúsum. Smalaskáli er um 1,5 km fyrir neðan Þrælagarð. HELSTU NIÐURSTÖÐUR 1. Þrælagarður er 6,9 km langur og liggur milli Brúarár og Tungufljóts í Biskupstungum. 2. Þrælagarður er mjög sokkinn í jörðu og sést víða alls ekki á yfirborði. 3. Elsta heimild sem getur átt við Þrælagarð er Landnáma. Þar er nefndur Hagagarður og er líklega sami garðurinn og nú er nefndur Þrælagarður. 4. Afstaða garðsins til öskulaga og þær ályktanir, sem draga má af fornum bókum, stangast ekki á. Telja verð- ur mikil líkindi til, að garðurinn hafi verið hlaðinn fyrir 950, líklega nærri 930 og þar getur vart skeikað nema fáeinum áratugum. Þetta er eitt elsta mannvirki sem kannað hefur verið hér á landi. 5. Þrælagarður hefur fyrst verið landa- merkja- og/eða hagagarður í land- námi Ketilbjarnar á Mosfelli. Um aldir var hann merkjagarður milli jarða Skálholtsstóls og Torfastaða, sem er kirkjujörð. ó.Sögnin um, að þrælar Ketilbjarnar hafi hlaðið garðinn gæti verið æva- fornt minni og ásamt nafninu bendir til landnámsaldar. ÞAKKARORÐ Þeim fjölmörgu Biskupstungnamönnum sem greiddu götu okkar eru þakkir skyldar. Guðrún Larsen jarðfræðingur staðfesti greiningar öskulaga og las handrit að greininni og benti á margt sem betur mátti fara og hafi hún þakkir fyrir. HEIMILDIR Army Map Service. 1945. Loftmynd nr. 16—1236—II—1. Brynjúlfur Jónsson. 1894. Rannsóknir í ofanverðu Árnessþingi sumarið 1893. - Árbók Hins íslenzka fornleifafélags 1894: 1-15. Brynjúlfur Jónsson. 1895. „Flosatraðir" og þingfararvegur Þjórsdæla. — Árbók Hins íslenzka fornleifafélags 1895: 22— 23. Einar Arnórsson. 1950. Árnesingasaga II. Árnesþing á landnáms- og söguöld. — Árnesingafélagið í Reykjavík, Reykja- vík, 410 bls. Gísli Gestsson. 1969. Álnir og kvarðar. — Árbók hins íslenzka fornleifafélags 1968: 45-78. Grágás. 1974. Konungsbók II. - Odense Universitetsforlag, Odense, 252 bls. Guðríður Þórarinsdóttir. 1949. Frá Bræðratungu. - Bls. 68-86 í: Inn til fjalla I. Félag Biskupstungnamanna í Reykjavík, Reykjavík. Guðrún Larsen. 1978. Gjóskulög í ná- grenni Kötlu. - Háskóli íslands, 4. árs ritgerð, 59 bls. Guðrún Larsen. 1984. Recent volcanic history of the Veidivötn fissure swarm, southern Iceland — An approach to volcanic risk assessment. — Joumal of Volcanology and Geothermal Research 22: 33-58. Guðrún Larsen &' Sigurður Þórarinsson. 1978. H4 and Other Acid Hekla Tephra Layers. - Jökull 27: 28-46. Guðrún Larsen & Sigurður Þórarinsson. 1984. Kumlateigur í Hrífunesi í Skaftár- tungu IV. — Árbók Hins íslenzka fom- leifafélags 1983: 31-47. 231

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.