Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1986, Page 30

Náttúrufræðingurinn - 1986, Page 30
Kort yfir eldfjöll í Costa Rica. daginn og fram til þess 31. að hlé varð á. Þá höfðu 3 gígir myndast utan í fjallinu eftir línu með stefnu sem næst austur vestur. Svo þétt var grjóthríðin frá fyrstu sprengingunni að á stóru svæði voru holur eftir steinana svo þétt að þær tóku yfir meira en 98% af landsvæðinu. Margar holurnar voru meira en 3 m djúpar og allt að 8-9 m í þvermál. Sumir steinanna féllu til jarð- ar um 5 km frá fjallinu og talist hefur til að upprunanlegur hraði þeirra hafi verið um 250 'm/sek. Flestir þeir stærstu tættust sundur í niðurfallinu. Eftir þetta hefur eldvirkni haldið áfram í Arenal. Þykk og seig hraun hafa öðru hvoru runnið og öskufall hefur verið talsvert en ekki náð langt. í júlí 1975 komu á ný tvær eldskriður (nubes ardientes) niður norðurhlíð fjallsins og slösuðu tvo menn. Um sama leyti var hraunrennsli nokkuð, en ekki náðu þau hraun nema nokkuð niður eftir hlíð fjallsins. Hraunrennsli hefur orðið öðru hvoru síðan og minni háttar spengingar hafa líka orðið. Það er litlum efa bundið að hefðu skipu- lagðar rannsóknir á þessu svæði verið fyrir hendi og jarðskjálftamælar verið í nágrenni fjallsins hefði verið hægt að vara við þessu gosi, því að jarð- skjálftar urðu a.m.k. 10 klst áður en gos hófst. Nú er þar komin fullkomin rannsóknastöð og frá henni er stöðugt hlustað á æðaslög Arenal. Jafnframt er svo unnið að því að grafast fyrir um sögu þessa eldfjalls sem skráð er í jarðiögum þeim, sem umhverfis það eru. Síðast leit ég Arenal þann 9. febrúar 1978. Þá var þar enn talsverð virkni og gosmökk að sjá. í maí 1983 gaus fjallið enn og hraun rann. Síðan hef ég ekki fregnir af Arenal. IRAZU Irazu er mesta eldfjall í Costa Rica, hæð fjallsins er 3432 m og því 1313 m meiri en okkar Öræfajökuls. í góðu 236

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.