Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1986, Side 33

Náttúrufræðingurinn - 1986, Side 33
Sigurjón Rist og Guðmann Ólafsson: ísar Þingvallavatns INNGANGUR Ævagömul fullyrðing segir: „Það heyrir til undantekninga að Þingvalla- vatn leggi fyrir vetrarsólhvörf". Isa- reglan er ekki öll fyrr en sagt hefur verið: „Úlfljótsvatn leggur fyrripart vetrar, á meðan helst Þingvallavatn autt. Fáum dögum eftir að Þingvalla- vatn leggur leysir ísa Úlfljótsvatns". Árið 1959 var hið náttúrlega rennslissamband milli vatnanna rofið með stíflu í útfalli Þingvallavatns. Krapaför úr Þingvallavatni eru nú hindruð. Vatnið er tekið inn í jarð- göng 5 til 8 m undir yfirborði. Yfirleitt er útstreymið nú meira en áður var einmitt meðan ár og vötn er að leggja. Hin síðari ár hefur því orkað tvímælis, hvort gamla ísareglan um samspil vatnanna sé enn í fullu gildi. „Reglan er enn rétt í megin atriðum", segja rafstöðvastjórar; „hin skörpu skil eru að vísu horfin“. Á Úlfljótsvatni er og hefur ætíð verið varasamur ís. VATNSDÝPI OG RENNSLISHÆTTIR Vatnsdýpi Áður en lengra er haldið er ráðlegast að huga að dýptarkorti Þingvallavatns (1. mynd) og gefa einnig gaum að inn- og útrennslinu. Yfirborð án eyja er 83 km2. Meðalhæð Þingvallavatns yfir sjó er frá fyrri tíð 100,53 m í kerfi Landmælinga íslands, en 102,40 m í kerfi Sogsvirkjunar, þar eð 0-punktur landskerfis er 187 cm í Sogskerfi. Mesta dýpi (Sandeyjardjúp) er 114 m en meðaldýpi er 34 m. Rúmtak vatnsskálarinnar er 2855 G1 (2855 milljónir rúmmetra), er þá mælt upp að gömlu meðalvatnsborðsstöðunni 100,53 m y.s. Á síðari árum er að meðaltali 21 cm hærra í vatninu. Það gefur 18 G1 viðbót. Innrennsli Innrennslið er að verulegum hluta undir yfirborði eða úr lindum og linda- lækjum, gjám og sprungum í eða við fjöruborð. Neðanjarðarrennslið mun vera komið langt að. Telja má fullvíst að sumt sé ættað allt frá Langjökli (Bragi Árnason 1976). Þetta vatn er kallað einu nafni lindavatn. Þar eð hinn stöðugi hiti þess stingur í stúf við venjulegt yfirborðsvatn er það gjarnan nefnt kaldavermsl. Lindavatn er hátt í 9/io innrennslisins. Meginstraumur lindavatnsins er að norðan, en einnig kemur drjúgt vatn til Þingvallavatns að austan og vestan og lítilsháttar að suðvestan. Lindainn- rennslið við norðurströndina kemur í Náttúrufræöingurinn 56(4), bls. 239-258, 1986 239

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.