Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1986, Side 37

Náttúrufræðingurinn - 1986, Side 37
3. mynd. Hitamæling við Skálabrekku 1985. - Water temperature at 1.5 m depth at Skálabrekka, 1985. varúð, um mörg afvik er að ræða. Vakin er athygli á þessu stöðuga en hægfara hniki til þess að varpa ofur- lítilli skímu á varmabúskapinn og þar með á atriði sem áhrærir ísinn. ÍSALAGNIR í nóvember er venjulegast óstöðug veðrátta, á víxl snjókoma, frost og þíður, frostkyrrur og stormar. Þegar líður á mánuðinn tekur krapagrautur og smátt jakahröngl að velkjast um vatnið. Það hverfur fyrst í stað en kemur jafnharðan á ný. Víkur og voga leggur, sullgarðar myndast á ísbrúnum og á nesjatöngum móti álandsvindi, alls staðar þar sem kaldavermslis gætir ekki. í desember koma þunn ísskæni á stóra fláka ef lygnir um stund. Það brotnar venjulegast fljótt upp aftur og þannig koll af kolli. Ef froststilla kemur í síðustu viku desember leggur Þingvallavatn ísi sem undantekningalítið brotnar ekki upp. Hér kemur tvennt til: 1) Undir desemberlok er hitastig vatnsins orðið það lágt að uppstreymis af hlýju vatni gætir lítt, hem kemur því samtímis á allan auða hlutann. 2) ísmyndun gengur hratt í skammdegismyrkrinu. Líkur eru því á, að ísinn nái 8—10 cm þykkt og þar með góðum styrk áður en hvessir til muna á ný. Engar öldur ná að myndast til að brjóta ísinn upp. Þingvallavatn er talið „lagt“, það er sama og „allagt“, ef landfastur ís er á miðju vatni þvert yfir, bæði sunnan og norðan Sandeyjar, enda þótt vakir séu þar sem kaldavermsl eru og allmikil opna suðvestan Nesjaeyjar. Það getur dregist út janúar og út í febrúar að froststilla komi og vatnið leggi (3. mynd). Á mjög hlýjum vetrum leggur vatnið alls ekki t.d. veturna 1922/23 og 1928/29. Veturinn 1958/59 stóð ísinn við að- eins í einn mánuð eða frá 15. janúar til 15. febrúar 1959. Næsta vetur á eftir, 1959/60, stóð ísinn við sömuleiðis í einn mánuð, eða frá 15. febrúar til 15. mars 1960. Þannig hljóða heimildir um ísalagnir á einstökum vetrum, en 243

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.