Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1986, Page 44

Náttúrufræðingurinn - 1986, Page 44
8. mynd. Séð NA yfir ísi lagt Þingvallavatn. Sumarbústaðurinn á myndinni var fluttur á ísi þvert yfir vatnið veturinn 1935/36. — A view to the NE over ice-covered Lake Pingvalla- vatn. (Mynd/photo: Ágúst Guðmundsson). hitt, að minni hætta var á að hann brotnaði upp í óveðri og netin týndust. Algengt er að ísinn úti á miðju vatni nái 40 cm þykkt. Ef ísinn er yfir 45 cm (14/2 fet) er talað um þykkan ís. Afar fágætt er að ísinn nái 80 cm þykkt, það heyrir til undantekninga. Sá ís er gráís. Veturinn 1935-36 Traustur ís var á Þingvallavatni og mikil umferð um hann. Fyrsta sunnu- dag febrúarmánaðar 1936 komu t.d. á fimmta hundrað skólabörn úr Reykja- vík og voru á skautum á vatninu. Við norðanvert vatnið var einkum farið út á ísinn á þremur stöðum: Hjá Vatns- koti, hjá Skálabrekku og í Bátsnefi undan Heiðarbæ. Landvakir hindra að farið sé út á ísinn hvar sem er. Áríð- andi að ókunnugir geri sér fulla grein fyrir þessu. Að öðrum kosti geta þeir lent í vandræðum við að komast af vatninu aftur. Saga þessa íss er sérstæð og í minnum höfð. Um miðjan desember 250

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.