Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1986, Blaðsíða 61

Náttúrufræðingurinn - 1986, Blaðsíða 61
 „ ■ ■ . af varmafræðilegum ástæðum virðist verða að gera ráð fyrir, að jarðvatnsstraumarnir, sem flytja varm- ann upp til yfirborðsins, nái niður á efri hluta innskotsins, og hafi bein varma- skipti við hið heita berg. Á þetta tak- mörkuðu svæði gæti varmaleiðsia ein vart staðið undir varmaeyðslu jarðhita- svæðisins, og er því ekki um annan möguleika að ræða, en að jarðvatnið streymi beinlínis um efri hluta innskots- ins, en gera verður ráð fyrir, að þeir séu þegar storknaðir . . . . . . Hitaþenslustraumar (convect- ion) hljóta að vera orsök jarðvatns- straumanna, og nægir hér að vísa til hinnar öru lækkunar núningsstuðuls (viscosity) og eðlisþunga vatns með hækkandi hita.“ Það er skemmtileg tilviljun að nú um 30 árum seinna hefur Gillian Foulger (1984) orðið vör við skjálfta á Hengilssvæði, sem eru annars eðlis en algengustu skjálftar og bera vitni um rifnun bergs á 2-4 km dýpi, hugsan- lega af völdum vatnskælingar. Gunnar hefur haldið áfram fræðilegum athug- unum á þessu sviði (Gunnar Böðvars- son & Lowell 1972; Gunnar Böðvars- son 1976, 1979) og þróað hugmyndir um hræringu vatns í lóðréttum sprung- um, sem sífellt færir sig neðar í berg- inu eftir því sem kæling opnar því leið niður á við. Skyldar hugmyndir komu fram hjá Guðmundi Pálmasyni (1967), White (1968) og einkum Lister (1972, 1974, 1976, 1977). í nýlegum greinum leiðir Gunnar Böðvarsson (1982, 1983) líkur að því að mörg lághitakerfi landsins fái varma sinn með þessum hætti beint undir jarðhitasvæðunum en ekki á straumleið sinni frá hálendi eins og almennt er gert ráð fyrir. Ef rétt reynist, verður að endurskoða túlkun tvívetnismælinga í þessu ljósi. í háhitakerfum er eðlisþungamunur heits vatns og kaldara umhverfis svo mikill, að víst má telja, að lóðrétt hræring hafi yfirhöndina. Varmagjafar þeirra hljóta því að vera nánast beint undir háhitasvæðunum. VATN SÆKIR MÁLMA Vatn, sem sækir inn að kvikuþróm eftir sprungum á 4—6 km dýpi, er að líkindum heitara en 400°C, jafnvel allt að 800°C heitt. Við slíkan hita nær vatnið að leysa ýmsa málma úr berg- inu, svo að vökvinn, sem berst upp, verður ríkur að málmum. Meðan þrýstingur er nægilega hár til að koma í veg fyrir suðu, kólnar vökvinn tiltölu- lega lítið á uppleið, en jafnskjótt og suða hefst, fara málmar að falla úr vökvanum. Víðáttumikil hræring í rót- um jarðhitakerfa getur þannig safnað dreifðum málmum úr stóru rúmmáli ergs og fellt þá út á mun afmarkaðri svæðum, þar sem námur málma mynd- ast með tíma. Þessi eiginleiki jarðhita- kerfa hefur komið mjög skýrt í ljós á uthafshryggjum, þar sem fundist hafa hemr strokíjr jarðhitavökva á 3-5 km ýpi í sjó. Vegna þrýstings nær vökv- mn ekki að sjóða, áður en hann kemst upp úr berginu, heldur streymir út 350-400°C heitur og snöggkólnar í sjonum. Vökvinn yfirmettast þá af uppleystum efnum og málmar falla út sem setlög. Kringum þessa stróka hef- ur jafnframt fundist mikil lífgróska, þratt fyrir niðamyrkur, svo að líffræð- mgar hafa fundið ný mið til að ráða gátuna um uppruna lífsins. í stað ljós- orku virðist líf hér nýta sér jarðhita- orku við efnahvörf. A landi má búast við útfellingum málma á um 4 km dýpi í rótum jarð- hitakerfa. Sönnun þess hafa menn fundið í fjallgörðum, þar sem rof hefur fjarlægt efsta bergið, svo að rætur kerfanna liggja nú á grunnu. Aðrar 267
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.