Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1964, Side 8

Náttúrufræðingurinn - 1964, Side 8
102 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN Tungná hjá Hófsvaði. Þaðan hefur Þjórsárhraun runnið um 130 km veg alla leið út í sjó hjá Eyrarbakka og Stokkseyri. Það þekur væntanlega stór svæði á Landmannaafrétti niður með Tungná og Þjórsá, en er þar alhulið af yngri Tungnárhraunum. F.n þegar kemur niður í byggð, liggur Þjórsárhraun ýmist bert eða aðeins hulið lausum jarðlögum, mest roksandi og grónum jarðvegi. í þeim búningi nær það yfir mestan hluta Landsveitar, sneið af Gnúpverjahreppi, mestöll Skeiðin og Flóann nema Villingaholts- hrepp (3. mynd). Hjá Þjórsárbrú fylgir Þjórsá austurjaðri Þjórsárhrauns, hefur grafið undan honum og brotið hann niður. Sumarið 1939, 28. júlí, fann ég þar mó undir hrauninu (Guðm. Kjartansson 1943). Hann er aðeins lítil linsa, 30 cm þykk nálægt miðju og þynnist þaðan út í ekki neitt á fáeinum metrum. Undir mónum er allhörð sandhella, en fast yfir honum liggur hraunið, og er neðra borð þess litað mýrarauða. Þarna hefur Þjórsárhraun runnið yfir mýrarblett, og má ætla, að þar hafi þá mór enn verið að myndast og sé því óveru- legur aldursmunur á hrauninu og efsta lagi mósins. Mólagið liggur í 33 m hæð yfir sjó. Við fyrstu komu mína að þessum mó skar ég úr honum kökk þvert yfir linsuna. Sá mókökkur var löngu síðar fyrir milligöngu próf. Áskels Löve tekinn til C14-aldursákvörðunar af dr. Meyer Rubin í Geological Survey í Washington. — Niðurstaðan barst mér í árslok 1956: 8065 ± 400 ár. Þetta var mun hærri aldur en mig varði. Ég hafði, t. d. í erindi í Vísindafélagi íslendinga 17. rnarz 1950 og í útvarpserindi ári síðar, gizkað á, að Þjórsárhraun væri 5—7 þúsund ára, og Sigurður Þórarinsson skrifar nokkru síðar: „Fullyrða má nú, að. . . hraunið í Flóanum sé eldra en 4000 ára, en líklega ekki meira en 6000 ára.“ (Sig. Þórarinsson 1954b, bls. 55). Ég hafði merkt efri enda mókakkarins, þann sem lá fast að hrauninu, og lagt svo fyrir, að efni til C14-greiningar yrði tekið af þeim enda og ekki lengra niður en með þyrfti. Nú varð mér ekki grunlaust, að einhver mistök hefðu átt sér stað, t. d. merkið týnzt af sendingunni og efni til greiningarinnar verið tekið af neðanverðum kekkinum, jafnvel af neðri endanum, sem er vita- skuld eldri en efri endinn. Um þetta átti ég nokkur bréfaskipti við dr. Rubin, sem sannfærði mig um, að rétt hefði verið að farið,

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.