Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1964, Page 13

Náttúrufræðingurinn - 1964, Page 13
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 107 í stafrófsröð eftir aldri; Z er yngst allra Tungnárhrauna, en Y er „Stífluhraunið", sem myndaði lónið. Staðurinn, þar sem sýnishorn var tekið til C14-greiningar, er merktur með stjörnu. Map of the extinct lava-dammed lake „Krókslón— X, Y and Z are three different Tungná Lavas, of which X is the oldest and Z the youngest, while Y is the flow that dammed up the lake. The place where organic matter was samþled for C14 analysis is marked with an asterisk. — Lónsstæði = Area formerly covered by the lava-dammed lake. Strandlína == Shore-line. Hraun- brún = Lava-edge. Hraun = Postglacial lava. lón. Tungná rann í suðausturenda þess, en út úr vesturendanum yfir hraunstífluna sunnan við Sigöldu. Lónið var um 4 km2 að flatarmáli og mesta dýpi í því 30 m. Nú er það horfið, en strand- línan umhverfis lónsstæðið er glögg og liggur í 500 m hæð y. s. í þeirri hæð hefur vatnsborðið legið nokkurn veginn stöðugt allan þann tíma, sem afrennsli lónsins var yfir „Stífluhraunið“ sunnan við Sigöldu, því að Tungná hefur lítið sem ekkert unnizt að grafa sig niður í hraunklöppina. En á meðan hefur hún því sem næst

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.