Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1964, Síða 14

Náttúrufræðingurinn - 1964, Síða 14
108 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN eða alveg fyllt lónsstæðið með framburði sínum af leir og sandi og breytt því í flata aura. Þegar svo var komið, rennur yngsta Tungnárhraunið (merkt Z á kortinu) og breiðist yfir þau, sem fyrir voru. Þó rennur það ekki að ráði út í Krókslón, heldur staðnæmist norðurbrún þess skammt uppi á hinni háu norðurbrún „Stífluhrauns“. En neðar (vestar) nær yngsta hraunið fast upp að sunnanverðri Sigöldu og lokar þar útfallinu úr Krókslóni. Við það hækkar í lóninu um fáeina metra. En það nægir til þess, að það fær nýtt afrennsli yfir slakka í Sigöldu, þar sem nú er Sigöldugljúfur og skilur Sigöldu innri frá Sigöldu fremri. Þarna vinnst útfallinu miklu betur að grafa sig niður en á fyrri staðnum, því að bæði er bergið auðunnara, móberg og bólstraberg í stað hraunlaga, og bratt vestur af slakkan- um. Sigöldugljúfur er nú orðið 60 m djúpt, en þegar, er það hafði grafizt helming þeirrar dýptar, hafði það ræst fram Krókslón niður í botn. Jafnóðum og það gerðist, skolaði Tungná burt mestum hluta þess lausa sets, sem áður hafði nær fyllt lónsstæðið. En eftir af því standa þó flatir hjallar, einkum meðfram brekkurótum norðan lónsstæðisins, þar senr þeir marka liina fornu legu vatns- borðsins við 500 m hæðarlínuna. Neðst í þessum hjöllum er eingöngu mjúkur, Ijósblágrár leir, en yfir honum liggur sandur og möl. Allt er þetta lagskipt og þó sérstaklega leirinn, sem virðist vera lrvarfleir með l/o—l cm þykk- um hvörfum. Hann hefur bersýnilega setzt til úr jökulgruggi Tungnár á nokkru dýpi í kyrru vatni. En sandurinn, sem yfir liggur, er eyrar árinnar frá þeim tíma, er hún hafði að mestu fyllt upp lónsstæðið og dreifðist unr það í lygnum kvíslum. í bökkunr Tungnár — einnig Blautukvíslar og Utkvíslar, sem í hana renna — niðri í lónsstæðinu eru víða nær lóðrétt leirstál, allt að 5 m há niður að vatnsborði. Þar sér aðeins á stöku stað á undirlag leirsins, og er það ýmist berggrunnur eða gömul Tungn- árhraun. Á þeim stöðunr eru neðstu leirlögin grjóthörð eitthvað 20 cm upp frá undirlaginu, en að öðru leyti lík hinum mjúka leir, sem yfir liggur. Þennan leir má einnig finna á stöku stað í hraunbollum utan í og uppi á brún „Stífluhraunsins", en þó vitaskuld aðeins undir 500 m hæðarlínunni. í einum slíkunr bolla á að gizka í 495 m hæð fundum við Þorleifur Einarsson jurtaleifar í leirnum 10. ágúst

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.