Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1964, Page 15

Náttúrufræðingurinn - 1964, Page 15
NÁTTÚ RUFRÆÐING U RIN N 109 1959, er við unnurn þarna að rannsóknum fyrir Raforkumálaskrif- stofuna. En seinna þetta surnar, 17. september, skoðaði ég þær betur og tók af þeim sýnishorn til aldursákvörðunar. Hraunbollinn er í hægri bakka Tungnár (þ. e. austurbakkanum, því að hún rennur þarna í norður) skammt fyrir ofan Hnubbafossa, en í þeim fossurn og flúðum fellur áin í nokkrum kvíslum fram af brún „Stíflu- hraunsins“. Jurtaleifarnar eru fínar, seigar tægjur, sem mynda tvö samfelld lög í leirnum. Þykkt hvors lags er aðeins frá fáeinum millímetrum upp í sentímetra í mesta lagi. Undir neðra laginu er leirinn grjót- harður og eitthvað yfir 20 cm þykkur í miðjum bollanum, dýpra tókst mér ekki að höggva niður í hann. Milli jurtalaganna er aðeins 7 cm leirlag, einnig allhart, en þó auðhöggvið með skóflu. Yfir efra jurtalaginu er leirinn mjúkur. Að öðru leyti en hörkunni er allur leirinn í hraunbollanum með mjög líkri gerð og í háu leir- bökkunum neðar með ánni. Virðist einsætt, að hann sé eitthvert liið allra elzta set í Krókslóni og mjög litlu yngri en „Stífluhraunið", sem liann liggur á. Með því að stinga eða höggva leirinn ofan af jurtalögunum tókst mér að fletta þeim ofan af undirlagi sínu eins og leppum, sem jurtatægjurnar héldu furðulega vel saman. Síðan mátti þvo leir- inn úr leppunum, svo að tægjurnar urðu einar eftir. Til þess að fá nógu stórt sýnishorn til Cw-greiningar varð ég að höggva upp mikið af leirnum í hraunbollanum og liirða jurtatægjurnar úr báðum lögunum. Bergþór Jóhannsson, sem er nú að Ijúka námi í grasafræði við Oslóarháskóla og hefur rnosa að sérgrein, hefur nýlega athugað jurtatægjurnar fyrir mig í smásjá og gat greint þær til tegundar. Þær eru að mestu leyti eða eingöngu af mosategundinni Hygro- hypnum ochraceum, sem vex á vatnsbotni og er víða hér á landi í ám og tjörnum. En mestan hluta sýnishornsins sendi ég dr. Rubin til aldurs- ákvörðunar, og var henni lokið í nóvember 1960 með niðurstöð- unni: 5290 ± 250 ár. Samkvæmt þeirri niðurstöðu hef ég áætlað aldur „Stífluhrauns- ins“ um 5500 ár (Guðm. Kjartansson 1961). En ef gizka skal nán- ara en svo, að standi á heilu eða hálfu þúsundi, þá jiykir mér 5400 ár sennilegri aldur.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.