Náttúrufræðingurinn - 1964, Qupperneq 16
110
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
Kolaðar jurtaleifar undir Þingvallahrauni (20)
9130 ± 260 ár (W-1912)
Farvegur Sogsins úr Þingvallavatni niður í Úlfljótsvatn er gljúfur
meðfram hraunjaðri, og er hraunið í austurbakkanum. Þetta er
fremsta tota Þingvallahrauns. Upptök þess eru í gossprungu, um
17 km langri, sem liggur í stefnu NA—SV skammt fyrir austan
Hrafnabjörg og Tindaskaga. En ekki skal fullyrt, að allt það, sem
hér er kallað Þingvallahraun, sé upp komið í einu gosi.
Efsti kafli Sogsgilsins, fáein hundruð metra niður frá útfallinu,
er grafinn vel niður úr hrauninu, svo að undirlag þess kemur í
ljós. Er það mest sendinn leirsteinn, grár að lit með miklum völ-
um og hnullungum — bersýnilega jökulruðningur að uppruna. En
á mótum þessa ruðnings við hraunið, sem yfir liggur, getur að
líta þá mold, sem Jónas Hallgrímsson kvað um:
„Enginn leit þá maður moldu, / móðu steins er undir býr.“
Þunnt er þetta moldarlag, varla nokkurs staðar meira en um
20 cm, og er þá með talinn neðri hluti þess, sem er að vísu með
moldar lit, en að efni til sendinn leir með steinvölum og mun
raunar vera veðrað yfirborðslag jökulruðningsins. En efri hlutinn,
upp í 10 cm þykkur, er steinlaus og virðist vera venjuleg fokmold.
Þetta moldarlag er brúnt að lit, en þó víðast með kolsvartri rönd
allra efst. Á kafla í gljúfurveggnum um 100—150 m neðan við
nýja stíflugarðinn fyrir útfall Sogsins er þessi svarta rönd lítt eða
ekki sundur slitin, en mesta þykkt hennar, sem ég hef fundið, þó
aðeins 8 cm. Svarti liturinn stafar af jurtaleifum, sem hafa kolazt
af hitanum, þegar glóandi hraunkvikan rann þarna yfir. Heilleg-
ustu leifarnar, sem greina má berum augum, eru mjög grannir og
brothættir stönglar, harla torkennilegir orðnir af að sviðna, breyt-
ast í kol og molna undir fargi hraunsins.
Moldarlagið liggur fáeina metra yfir yfirborði Þingvallavatns og
í h. u. b. 106 m hæð y. s. Það er örugglega ofan efstu sjávarmarka,
sem hér liggja mun lægra en austur við Þjórsá.
Þegar ég fann þessar kynlegu jurtaleifar, 19. júlí 1941, þóttist ég
mega greina lyngstöngla meðal þeirra, eins og ég hef áður skýrt
frá (Guðm. Kjartansson 1943). En í stærra og betra sýnishorni,
sem ég náði 25. júlí 1957 og sendi hluta af til C14-aldursákvörðunar
í Washington, fann ég engar einhlítar leifar af lyngi og hef síðan