Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1964, Side 19

Náttúrufræðingurinn - 1964, Side 19
N Á T T Ú R U F R Æ ÐIN G U RIN N 113 Eins og um vai' getið í kaflanum um Þjórsárhraun, teygði ís- aldarjökull enn hrammana niður í sveitir í Rangárvallasýslu og í austanverðri Árnessýslu á Búðaskeiðinu, sem lauk fyrir h. u. b. 10 þús. árum. Samkvæmt framangreindri aldursákvörðun rann Þing- vallahraun aðeins þúsund árum síðar. Þar sem Þingvallahraun og Skjaldbreiðarhraun ná saman, virðist jaðar Þingvallahrauns eindregið liggja ofan á og Skjaldbreiðar- hraunin því vera eldri. Samt bera Skjaldbreiðarhraunin það með sér, að þau hafa runnið á jökullausu landi og aldrei hulizt jökli. Ekki einu sinni uppi á sjálfum Skjaldbreið, 10(30 m y .s., hef ég getað fundið neinar jökulminjar (þær kynnu þó að vera í ofan- verðri norðurhlíðinni, þar sem ég lief ekki leitað). En heldur er ósennilegt, að Skjaldbreiður hefði sloppið við að fá yfir sig síða jökulhettu í hinu óblíða veðurfari Búðaskeiðsins, ef hann hefði þá verið til. Allt bendir til, að Skjaldbreiður hafi hlaðizt upp og Skjaldbreiðarhraunin runnið fyrir meira en 9 þús. og minna en 10 þús. árum. Sigurður Þórarinsson: Aldur öskulaga Viðarkol undir Laxárhrauni yngra rétt norðan Laxárgljúfurs (8) 1940 ± 270 ár (Y-87) 2110 ± 140 ár (K-139) 1990 ± 50 ár (Winnipeg) Laxárhraun yngra hefur myndazt við gos í gígaröðinni Þrengsla- borgum, austan Mývatns. Það hefur flætt yfir Mývatnskvosina og myndað mikinn hluta botns núverandi Mývatns. Síðan hefur það flætt norður Laxárdal og eftir Laxárgljúfri niður í Aðaldal og langt norður eftir honum, livað langt er ekki fullrannsakað. Þegar sprengd var rás gegnum hraun þetta fyrir aðrennslispípu vatnsþrýstingsmiðlunarturnsins í nyrðri Laxárvirkjuninni, kom í ljós 0.5—1.0 cm þykkt viðarkolalag undir hrauninu, sem þarna hafði runnið yfir gróðurlendi. I þessu kolalagi er mikið af grönn- um koluðum kvistum, líklega lyngkvistum. Jarðvegur undir hraun-

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.