Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1964, Qupperneq 26

Náttúrufræðingurinn - 1964, Qupperneq 26
120 NÁTTÚRUFRÆÐINGURIN N 11), en í ritgerðinni The Tephra-fall from Hekla liafði ég lækkað aldurinn niður í „ab. 4000 years“ (Sig Þórarinsson 1954a, bls. 44). Sýnishornið var tekið árið 1951 og sent til Kaupmannahafnar, en aldursákvörðunin gerð þar 1954 og kemur hún mæta vel heim við þá aldursákvörðun, sem ég byggði á öskutímatalinu. Þess má geta, að C14 aldursákvörðunin er upphaflega gefin upp 200 árum lægri en nú, en leiðrétt síðar með tilliti til þess „Suess effect" sem að var vikið í inngangsorðum þessarar ritgerðar. Þess er einnig að geta, að hluti af sama mósýnishorni var aldursákvarðaður í Yale 1954 (Y-86). Sii ákvörðun mistókst að nokkru, vegna truflana frá atómsprengium Bandaríkjamanna á Kyrrahafi, en samkvæmt þess- ari aldursákvörðun var aldur sýnishornanna 4100 ± 450 ár. Til gamans má nefna, að ég sendi sýnishorn samtímis til Hafnar og Yale, því mér þótti öryggi í því að fá aldursákvörðun á báðum stöðum. í bréfi til forstjóra rannsóknarstofnunar í Höfn lét ég þess getið, að ég hefði einnig sent sýnishorn til Yale, en mér þætti valt að treysta ákvörðun þeirra vestra, vegna þess að þeir væru alltaf með þessar andskotans atómsprengjur. Til Yale skrifaði ég að ég hefði sent sýnishorn til Hafnar, en þar sem rannsóknarstofan þar væri ný af nálinni og þeir, sem þar ynnu að aldursákvörðunum, væru enn viðvaningar samanborið við þá Yale-menn, vildi ég einn- ig fá sýnishornið aldursákvarðað í Yale. Ég man, að ég hafði orð á því við ritara minn, er ég l'ékk henni bréfin til vélritunar, að það væri gott að móttakendur sæju ekki bréf hvors annars. En 10 dögum seinna fékk ég endursent bréf það, sem fór til Yale með þeirri athugasemd að „I suppose that this letter was not meant to be read by us“. Ég hafði sem sé lagt Yale bréfið í Hafnar umslagið og ölugt. Hvað þeir í Höfn hugsuðu, er þeir fengu bréfið, hef ég ekki frétt, en báðir aðilar voru svo elskulegir að aldursákvarða sýnishornið mér að kostnaðarlausu. Öskulagið II4 liggur milli Þjórsárhrauna við Þjófafoss, en Laxár- hraun eldra, sem komið er úr Ketildyngju og flætt hefur norður yfir Mývatnssveit og síðan norður Laxárdal og Aðaldal liggur milli öskulaganna H3 og H4. Sjá ennfremur eftirfarandi ritgerðir: Áskelsson et. al. 1960, bls. 55—60. Sig. Þórarinsson 1954a, bls. 68; 1955, bls. 179—180; 1958a, bls. 48—49 og 70—71; 1961, bls. 26 og áfram. 1962b. Tauber, H. 1960.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.