Náttúrufræðingurinn - 1964, Síða 29
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
123
skoðun, að það væri frá elzta Heklugosinu síðan sögur hófust, gos-
inu 1104, en það lag hef ég kallað Hx og rakið víða um Norður-
land. Það sem gegn þessu mælti var það, að þetta lag er þykkast
vestur í Húnavatnssýslum, en þynnist mjög er kemur austur í Þing-
eyjarsýslu og er greinilega þynnra þar en þetta lag á Jökuldalnum.
í ritgerð minni The Öræfajökull Eruption of 1362, þar sem birt
eru nokkur jarðvegssnið með þessu öskulagi, skrifaði ég: „Það virð-
ist líklegt, enda þótt það sé ekki að fullu sannað, að þetta sé sama
lagið og Vllb og því komið frá Grákollu. Því hefi ég kallað það
G á jarðvegssniðum mínum“ (Sig. Þórarinsson 1958, bls. 50).
Grákolla er gígur rétt austan Frostastaðavatns og frá honum taldi
ég í þann tíð öskulag það, sem ég nefndi Vllb í doktorsritgerð
minni, en það lag er frá allra fyrstu tíð norræns landnáms á íslandi
eða nokkru eldra. Sjálfur hef ég talið það frá um 850. Síðari rann-
sóknir mínar á svæðinu austur af Heklu hafa leitt í ljós, að lagið
er ekki úr Grákollu, en líklegast frá Hrafntinnuhraunssvæðinu, en
Grákollulagið er nokkru eldra og örugglega frá því fyrir landnám.
Mér þótti því fréttin um beinafundinn ærið forvitnileg. Var minn
góði sveitungi, Benedikt Gíslason, nú búinn að fá sönnun fyrir
skoðunum sínum um landnám á íslandi löngu fyrir hingaðkomu
norrænna víkinga?
Athuganir mínar á Þórisstöðum staðfestu í öllu það sem sá glöggi
og athuguli maður, Aðalsteinn bóndi, hafði sagt. I.jósa lagið „G“,
um y4 cm þykkt, var þarna vissulega óhreyft, um 14 cm yfir
beinahrúgunni og var eitt örþunnt svart öskulag milli beina-
hrúgunnar og ,,G“ (sjá 11. mynd).
Þetta varð til þess að ég ferðaðist haustið 1962 um Brúaröræfi
til að kanna nánar útbreiðslu öskulagsins ,,G“. Átti ég það hrein-
dýraskyttum að þakka, prófessorunum Snorra Hallgrímssyni og
Kristni Stefánssyni að ég komst í þessa ánægjulegu reisu, sem fræddi
mig um margt og sannfærði mig um að „G“ væri raunverulega
sama öskulagið og Hx.
í bakka rétt suðvestan við Vaðbrekku liggur öskulagið ,,G“ á
mó. Sýnishorn af þessum mó hið næsta öskulaginu tók ég vorið
1962 og l'yrir milligöngu Þorleifs Einarssonar jarðfræðings var það
sent til aldursákvörðunar í Þrándheimi, þar sem það var aldurs-
ákvarðað 1963. Aldursákvörðunin styður mjög þá niðurstöðu að
ljósa lagið „G“ sé úr Heklugosinu 1104 (uppgefinn aldur er mið-