Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1964, Síða 36

Náttúrufræðingurinn - 1964, Síða 36
130 NÁTT ÚRUFRÆÐINGURINN í uppsveitum Árnes- og Rangárvallasýslu í um 110 m hæð, hjá Hjalla í Ölfusi í 55 m, í Hvaleyrarholti við Hafnarfjörð í 32 m, í Öskjuhlíð í Reykjavík í 43 m, í Helgafellssveit í 45 m og í dölum norðanlands og austan í 40—50 m hæð. í Skaftafellssýslu eru hæstu fjörumörk heldur ógreinileg og mun lægri en búast mætti við (í 46 m í Keldunúp á Síðu og 41,5 m hæð í Laxárdal í Hornafirði (Jón Jónsson 1957). Þetta stafar líklega af því, að jökulskjöldurinn mun hafa legið þar lengur yfir en annars staðar á landinu, svo að þetta landsvæði mun hafa lyfzt allmikið, meðan jökullinn lá enn yfir því. Annars munu hæstu fjörumörk umhverfis landið líklega vera mynduð nær samtímis. Neðan hæstu fjörumarka er jökulurðin víðast skoluð og þvegin og hnullungar lábarðir. í dölum eru víða þykk lög af lagskiptum leir (deigulmó), sem setzt hefur fyrir, þar sem sjávardýpið var meira. Eins og áður getur finnast víða í leirnum leifar sjóskelja og kuðunga, einkum í lækjar- og árbökkum. Snemma munu menn hafa veitt skeljum þessum athygli, einkum þar sem þær finnast hátt yfir sjávarmáli og jafnvel tugi kílómetra frá sjó. í innsveitum mun börnum hafa þótt fengur að fornum skeljum og kuðungum sem leikföngum. Vafalaust mun margur glöggur maðurinn hafa velt því fyrir sér, livernig skeljarnar væru til komnar og þá einnig, hversu gamlar þær væru. Skal á það bent, að meginhluti alls ræktaðs lands og a. m. k. 34 allra byggðra bóla hér á landi eru á þessum forna sjávarbotni. Þá er og meginhluti ofaníburðar í vegi og steypuefnis tekinn úr fornum malarhjöllum. Verður nú gerð stuttlega grein fyrir helztu hugmyndum og niður- stöðum innlendra náttúruskoðara og jarðfræðinga um aldur skelj- anna og hæstu fjörumarka. í Ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar (Ferðabók II, bls. 233) er þess getið, að sjóskeljar finnist í leirbökkum í Árnes- sýslu 4—6 mílur (30—45 km) frá sjó. Á tveim stöðum í norðurbakka Sogsins fundu þeir skeljar. Geta þeir um kúfskel, hallloku og hörpu- disk og voru sumar skeljarnar vaxnar hrúðurkörlum. „Það sem nú fundarstaðir skeljanna liggja langt uppi í landi og breið byggð milli þeirra og sjávar, og hefur svo verið frá landnámsöld, eins og sjá má af Landnámu, er ljóst, að skeljarnar hljóta að hafa lent þarna mörgum hundruðum ára áður en land byggðist." Einnig

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.