Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1964, Side 38

Náttúrufræðingurinn - 1964, Side 38
132 NÁTTÚRUFRÆÐINGU RINN allt austur að Hauksstöðum á Jökuldal. Malarhjallar í 52 m hæð í Laxárdal í Suður-Þingeyjarsýslu og hæstu fjörumörk víðar í þess- um landshluta munu svipuð að aldri og jökulgarðar Hólkotsstigs- ins (Sigurður Þórarinsson 1951). Guðmundur Kjartansson og Sigurður Þórarinsson telja báðir, að jökulgarðar Búða- og Hólkotsstigsins, sem hér á eftir verður nefnt Búðastigið, séu svipaðir að aldri og jökulgarðar miklir, sem rekja má frá sunnanverðu Finnlandi (Salpausselká), um Mið-Sví- þjóð, yfir þveran Oslófjörð (Raene) og suður með honum og síðan vestanfjalls í Noregi a. m. k. norður til Harðangursfjarðar. Þessir miklu jökulgarðar ýttust upp samkvæmt sænsk-finnska hvarflaga- tímatalinu, frjórannsóknum og C14-aldursákvörðunum á hinu svo- kallaða yngra holtasóleyjaskeiði fyrir 11000—10150 árum. Þegar jökullinn hörfaði lrá þessum jökulgörðum fyrir 10150 árum er almennt talið, að jökultíma ljúki og nútími hefjist. Eins og getið er um í inngangi þessa greinaflokks, eru um 20 ár síðan byrjað var að gera aldursákvarðanir á lífrænum leifum, einkum jurtaleifum, með C14-aðferðinni. Nokkru síðar var tekið að gera tilraunir til slíkra aldursákvarðana á skeljum og kuðungum. Kalkkirtlar lindýra nota koltvíildi (koldíoxyd, CO„) við gerð skeljanna. Árið 1962 voru fyrstu sjóskeljarnar úr hinum forna sjávarleir sendar héðan til aldursákvörðunar til dr. R. Nydal við Laboratoriet for Radiologisk Datering við tækniháskólann í Þrándheimi. Skelj- arnar, sem sendar voru, höfðu verið teknar í norðurbakka Brúarár, skammt ofan brúarinnar við Spóastaði. Sá staður er í 55 m hæð og um 40 km frá sjó. Aldursákvörðunin var gerð á skeljabrotum af kræklingi, bergbúa og rataskel. Aldur þessara skelja reyndist vera 9930 ± 190 (T-362). Vorið 1963 voru sendar sjóskeljar frá tveim stöðum hér sunnan- lands til dr. I. Olsson við Fysiska Institutionen í Uppsölum. í öðru sýnishorninu var skel af kræklingi, sem safnað var í leirbakka við Hellislioltslæk í Hrunamannahreppi. Sá staður er í 75 m hæð og um 45 km frá sjó. Skeljunum safnaði Guðmundur Kjartansson árið 1941. Gerðar voru tvær aldursákvarðanir á sömu skelinni og gáfu þær 9580 ± 140 (U-416) og 9800 ± 150 (U-417) eða meðalaldurinn 9690 ár. í hinu sýnishorninu voru nokkrar samlokur af hörpudiski, sem

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.