Náttúrufræðingurinn - 1964, Side 40
134
NÁTTÚRUF RÆ ÐINGURINN
því þessi strandlínubreyting fram á 2000 árum, þ. e. landið hefur
í innsveitum lyfzt um 5.5 m á öld að meðaltali umfram sjávarborðs-
hækkunina. Annars staðar hefur lyftingin verið hægari. Síðustu
árþúsundin er landið tekið að síga af óþekktum ástæðum á nýjan
leik. Við innanverðan Faxaflóa virðist sigið vera af stærðargráðunni
15 cm á öld. (Um sjávarstöðubreytingar á síðjökultíma og nútíma
sjá: Sigurður Þórarinsson 1955, Jón Jónsson 1957, Trausti Einars-
son 1961).
Þorleifur Einarsson:
Frjógreining og C14-aldursákvarðanir
Moldhaugar í Eyjafirði (6).
7920 ± 170 (H404/370 1960)
Myndun flestra íslenzkra mómýra hófst, er jökla síðustu ísaldar
leysti, en á láglendi neðan hæstu sjávarmarka, er land reis úr
sjó. Jurtaleifar tóku að safnast fyrir í dældum og dölum. Með
ári hverju lagðist nýtt lag jurtaleifa ofan á og mýrarnar þykknuðu
smám saman, svo að nú eru þykkar mómýrar algengar um land allt.
Ár hvert dreifa jurtir út ógrynnum af smásæju frjódufti; einkum
er frjóframleiðsla vindfrævaðra jurta mikil. Frjókornin eru mjög
smá eða aðeins 1/100—1/10 mm að stærð. Auk stærðarmismunarins
eru frjókorn einstakra jurtaætta og jafnvel tegunda frábrugðin að
gerð og lögun. Sá hluti frjóregnsins, sem fellur í þurran jarðveg,
eyðileggst, en sá hluti, sem fellur í mýrar og tjarnir, geymist þar
um aldur og ævi.
Frjóhlutfallið í hverju árslagi mósins samsvarar nokkurn veginn
gróðrinum, sem óx í mýrinni eða nágrenni hennar á hverjum tíma.
Á þennan hátt skráir frjóregnið sögu umhverfisins. Aðferðin til að
ráða þessar rúnir mýranna nefnist frjógreining. Úr mýrarsniðinu eru
tekin sýnishorn með 5—10 cm millibili. Sýnishornin eru soðin í kalí-
lút og sýrum og síðan brugðið undir smásjá og 200—1000 frjókorn
greind og talin. Hundraðshluti frjókornanna úr hverju sýnishorni
er síðan reiknaður út og færður inn á línurit, svokallað frjólínurit.
Af frjólínuriti rná síðan lesa gróðurfarssögu og út frá henni má