Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1964, Blaðsíða 40

Náttúrufræðingurinn - 1964, Blaðsíða 40
134 NÁTTÚRUF RÆ ÐINGURINN því þessi strandlínubreyting fram á 2000 árum, þ. e. landið hefur í innsveitum lyfzt um 5.5 m á öld að meðaltali umfram sjávarborðs- hækkunina. Annars staðar hefur lyftingin verið hægari. Síðustu árþúsundin er landið tekið að síga af óþekktum ástæðum á nýjan leik. Við innanverðan Faxaflóa virðist sigið vera af stærðargráðunni 15 cm á öld. (Um sjávarstöðubreytingar á síðjökultíma og nútíma sjá: Sigurður Þórarinsson 1955, Jón Jónsson 1957, Trausti Einars- son 1961). Þorleifur Einarsson: Frjógreining og C14-aldursákvarðanir Moldhaugar í Eyjafirði (6). 7920 ± 170 (H404/370 1960) Myndun flestra íslenzkra mómýra hófst, er jökla síðustu ísaldar leysti, en á láglendi neðan hæstu sjávarmarka, er land reis úr sjó. Jurtaleifar tóku að safnast fyrir í dældum og dölum. Með ári hverju lagðist nýtt lag jurtaleifa ofan á og mýrarnar þykknuðu smám saman, svo að nú eru þykkar mómýrar algengar um land allt. Ár hvert dreifa jurtir út ógrynnum af smásæju frjódufti; einkum er frjóframleiðsla vindfrævaðra jurta mikil. Frjókornin eru mjög smá eða aðeins 1/100—1/10 mm að stærð. Auk stærðarmismunarins eru frjókorn einstakra jurtaætta og jafnvel tegunda frábrugðin að gerð og lögun. Sá hluti frjóregnsins, sem fellur í þurran jarðveg, eyðileggst, en sá hluti, sem fellur í mýrar og tjarnir, geymist þar um aldur og ævi. Frjóhlutfallið í hverju árslagi mósins samsvarar nokkurn veginn gróðrinum, sem óx í mýrinni eða nágrenni hennar á hverjum tíma. Á þennan hátt skráir frjóregnið sögu umhverfisins. Aðferðin til að ráða þessar rúnir mýranna nefnist frjógreining. Úr mýrarsniðinu eru tekin sýnishorn með 5—10 cm millibili. Sýnishornin eru soðin í kalí- lút og sýrum og síðan brugðið undir smásjá og 200—1000 frjókorn greind og talin. Hundraðshluti frjókornanna úr hverju sýnishorni er síðan reiknaður út og færður inn á línurit, svokallað frjólínurit. Af frjólínuriti rná síðan lesa gróðurfarssögu og út frá henni má
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.