Náttúrufræðingurinn - 1964, Blaðsíða 56
150
NÁTT Ú RUFRÆÐ INGURINN
Áskell Löve:
Þróun lífsins
II. Fjölbreytni lífsins.
Þróun heimsins hófst með myndun frumeindanna, sem eru svo
litlar, að engin mannleg stækkun getur gert þær sýnilegar, en
samt varð úr þeim vetrarbraut vetrarbrautanna og allt það, sem
við getum augun á fest. Þróun lífsins hófst, þegar stafróf lífsins
amínósýrurnar tuttugu, heygðu sig undir stjóm stuðla erfðanna,
DNA og lútanna þess fjögurra. Þótt fjölbreytni hins steinrunna
heims sé mikil, er hún hverfandi í samanburði við fjölbreytni hins
lifandi heims, því að úr hinum ósýnilega smáu fyrstu lifandi ver-
um hefur þróunin skapað aragrúa einstaklinga, sem teljast til ara-
grúa tegunda, enginn veit hve margra. Við vitum aftur á móti
með vissu, að allar þessar tegundir geta rakið ættir sínar til lrinn-
ar fyrstu sameiningar á DNA og amínósýrunum. Það er talið, að
nú séu á jörðinni um 500.000 tegundir af jurtum og helmingi
fleiri dýr, en frá upphafi Iiafa tegundirnar vafalaust skipt hundr-
uðum milljóna. í norðlægum löndurn er fátt um tegundir og eins
fátt um einstaklinga hverrar tegundar, en þar sem loftslag er hlýtt
á sumrin og mátulega rakt, er gróðurinn fjölbreyttur og þéttur og
dýralífið ótrúlega fjölþætt. Skordýrafræðingur í Manitóba sagði
mér eitt sinn, að hann hafi gert athuganir á smádýrum á og í fer-
metra af mold á kanadísku sléttunum og komizt að þeirri niður-
stöðu, að tegundirnar skipti hundruðum og einstaklingarnir
milljónum, og þó taldi hann ekki með smásæja einfrumunga. Og
þannig hefur þetta verið lengur en við getum gert okkur í hugar-
lund.
Vegna þess hve lífið er flókið, er ekki auðvelt að sanna lögmál
þróunarinnar með rökum stærðfræðinnar; það getum við aftur á
móti hæglega gert, þegar í hlut eiga lögmál eðlisfræði og stjörnu-
fræði, sem skýra þróun hins steinrunna heims. Þetta er orsök þess,
að þar til fyrir skömmu trúðu jafnvel þeir, sem taldir voru lærðir,