Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1964, Side 57

Náttúrufræðingurinn - 1964, Side 57
NÁT T Ú R U F RÆÐINGURINN 151 á sköpun lífsins á grundvelli orðsins, eitthvað í stíl við það, sem biblían greinir frá. Síðustu öld hefur aftur á móti safnazt saman svo mikil þekking á þessu sviði, að enginn lærður líffræðingur lætur sér detta í bug aðra skýringu á fjölbreytni lífsins en þá, að það lrafi allt þróazt úr lægri verum frá örófi alda. Ein þeirra sann- ana, sem þyngst vega á vogarskál þróunarinnar, liggur í þeim ara- grúa af steingerfingum, sem rannsakaðir hafa verið. Þeir sýna greinilega, að vissar jurtir og dýr lrafa leyst önnur slík af hólmi með smábreytingum á löirgunr tímabilum. Nægir þar að nefna hestinn, senr við vitunr að byrjaði sína þróun sem lítið dýr á stærð við kött, og hafði þá allar tærnar eins og í loppu, en varð loksins eins og hann er í dag og gekk á einni tá. Önnur veigamikil sönnun liggur í fjölbreytni hinna ræktuðu jurta og alidýra, sem maðurinn lrefur sjálfur unrskapað og aukið að fjölbreytni svipað og náttúran sjálf lrefur gert við aðrar verur á mun lengri tínra. Og þriðja og nýjasta og um leið mikilvægasta sönnunin liggur í þekkingu nú- tínravísindanna á lögmálum erfðanna, því að sú þekking hefur orðið að vissu um, að lögmál ættgengisins eru um leið lögmál þróunarinnar, af því að þau leiða beinlínis af sér þær breytingar, senr við nefnunr því nafni. Við getum séð vissar smábreytingar sjálf og að auki flýtt fyrir þeinr með tilraunum, ef við skiljunr lögmál erfðanna, þótt flestar þær breytingar séu enn ómerkar í samanburði við hina gífurlegu tilraun náttúrunnar sjálfrar. Þótt vísindunum hafi lengi verið ljóst, að lögmál erfðanna eru í senn lögmál þróunarinnar, er skammt síðan tekizt hefur að leiða að því rök, að fjölbreytnin verður til innan tegundanna á grund- velli nýrra brigða, sem stokkast saman við blöndun eftir kynæxlun og ýrnist hverfa eða lifa áfram vegna áhrifa frá úrvali náttúrunnar. Darwin og margir með honum lrafa talið, að þessi framvinda leiði til þess, að tegundir verði til og síðan ættkvíslir og ættir. Að því er við vitum bezt sem stendur, verður útlitsmunur tegunda vissu- lega til á sama hátt og fjölbreytnin innan þeirra, en samt er mynd- un tegundanna sjálfra allt annað mál og fjölbreytninni óskylt, af því að aðaleinkenni góðrar tegundar er sú staðreynd, að hún get- ur ekki blandað eiginleikum við nánustu ættingja sína. Við skul- um því geyma okkur myndun tegundanna þar til í næsta kafla. Fjölbreytnin skapast sem sagt af brigðum, blöndun þeirra við

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.