Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1964, Page 60

Náttúrufræðingurinn - 1964, Page 60
154 NÁTTÚRUFRÆÐI NGU RIN N eru hvítblóma og lágvaxnar, og víxlfrjóvgum þær og rauðblóma og hávaxinn stofn, verða öll afkvæmin í fyrsta ættliðnum sennilega rauðblóma og hávaxin. í næsta ættlið koma aftur á móti ekki aðeins fram rauðblóma og hávaxnar jurtir eða hvítblóma og lágvaxnar, heldur líka rauðblóma og lágvaxnar og hvítblóma og hávaxnar. Eins má blanda saman fleiri eiginleikum á svipaðan hátt, því að engin takmörk eru fyrir því, hve mörgum eiginleikum má stokka saman við víxlfrjóvgun í hverjum ættlið. Þótt vissir geislar og efni valdi brigðum, er óhætt að fullyrða, að eðlilegt umhverfi dýrsins eða jurtarinnar liafi engin áhrif á sköpun brigðanna, og eins ræður umhverfið engu um það, hvernig víxlfrjóvgun blandar gömlum og nýjum brigðum ættlið eftir ættlið. En umhverfið ákveður örlög brigðanna. Um leið og ein brigð hefur orðið til, er lnin vegin og dæmd af umhverfinu, og eins er það um- hverfið, sem segir til um, hvort blöndun nýrra og gamalla brigða er ill eða góð og til frambúðar fyrir einstaklinginn og ætt hans. Þennan dómstól köllum við úrval náttúrunnar, og það úrval veld- ur í rauninni mestu um, hvaða breytingar verða skammlífar og hverjar hafa áhrif á framtíð tegundarinnar. Það er ekki auðvelt að rannsaka lögmál hins náttúrlega úrvals, af því að í tilraunastofum er ekki hægt að athuga nema hlutfalls- lega fáa eiginleika í senn, og svo tekur það lengri tíma en manns- ævin nær yfir að fylgjast með flestum þeim breytingum, sem skapa afbrigði og deiltegundir En athuganir á steingerfingum hafa leitt í ljós, að úrvalið breytir sumum lífverum hægar en öðrum, og stund- um er eins og það verki misjafnlega mikið á ýmsum tímum. Sum dýr virðast lítið sem ekkert hafa breytzt seinustu 350 milljón árin, ]íkt og sumar sæskeljar; og ameríska pokadýrið er eins í dag og það var fyrir 100 milljónum árum. Aftur á móti hafa hestarnir breytzt jafnt og þétt í 100 milljónir ára, og frumhestarnir eru löngu síðan liðnir. Því hefur jafnvel verið haldið fram, að hestarnir myndu hafa liðið undir lok án þessara breytinga, en þótt sú getgáta sé ef til vill rétt, þegar hestarnir eiga í hlut, er hún eflaust ekki algild. Sum risaskriðdýr miðaldanna breyttust engu hægar en hestarnir, en gátu samt ekki flúið örlög sín og hurfu með öllu. Þótt erfitt sé að rannsaka áhrif úrvalsins á breytingar í jafn stór- um stíl og jarðsagan greinir frá, er hægt að atliuga áhrif umhverfis-

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.