Náttúrufræðingurinn - 1964, Page 66
160
NÁTTÚRUF RÆ ÐINGURINN
Hið islenzka náttúrufrœðifélag 75 ára.
Samkvæmt ákvörðun stjórnarinnar var 75 ára afmælis félagsins
fimmtudaginn 16. júlí s.l. minnzt á tvennan hátt.
Sunnudaginn næsta á undan, þ. 12. júlí, var farin afmælisferð
um Hellisheiði og Grafning á Þingvöll. Skoðuð voru upptök Kristni-
tökuhraunsins og gróður á Hellisheiði, 10 þúsund ára gamlar plöntu-
leifar undir Þingvallahrauni við útfall Sogsins, Nesjahraun og upp-
tök þess, Jórukleif og fleiri sighjallar við suðvestanvert Þingvalla-
vatn, grös og gróður undir jórukleif og víðar í Grafningi. I Valhöll
á Þingvöllum var sameiginleg kaffidrykkja. Undir borðum minntist
formaður félagsins, rakti nokkuð tildrög að stofnun þess, sagði
sögu þess og skýrði frá starfsemi þess í stuttu máli.
Á heimleiðinni var staðnæmzt á eystri bakka Almannagjár og
horft yfir vellina og hraunbrekkurnar austan þeirra, Vatnið og
fjallahringinn umhverfis, að svo miklu leyti sem hægt var vegna
takmarkaðs skyggnis. Ferðin var hin ánægjulegasta. Þátttakendur
voru 42, þar af 3 heiðursgestir, heiðursfélagarnir Þorsteinn Kjarval,
Ingimar Óskarsson og kona hans.
Fyrir afmælið tók formaður, að tilhlutan stjórnarinnar, saman
nokkur atriði um félagið, sögu þess og starfsemi og kom á framfæri
við dagblöðin í Reykjavík, sem öll brugðust vel við og birtu mest-
alla, sum alla, grein formanns á afmælisdaginn. Ríkisútvarpið léði
félaginu einnig rúm í fréttaauka sínum á afmælisdaginn, þar sem
formaður sagði frá félaginu og starfsferli Jsess.
Á afmælisdaginn barst félaginu svohljóðandi heillaóskaskeyti frá
Gylfa Þ. Gíslasyni, menntamálaráðherra:
Hið íslenzka náttúrufræðifélag
Hr. mag. scient. Eyþór Einarsson, formaður.
í tilefni af 75 ára afmæli Hins íslenzka náttúrufræðifélags sendi
ég félaginu og íslenzkum náttúrufræðingum hugheilar hamingju-
óskir með þökkum fyrir ómetanlegt starf í þágu íslenzkrar nátt-
úrufræði.
Gylfi Þ. Gíslason.
Hið íslenzka náttúrufræðifélag þakkar menntamálaráðherra kær-
lega hamingjuóskirnar og viðurkenningarorðin.
Eypór Einarsson.