Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1965, Page 6

Náttúrufræðingurinn - 1965, Page 6
164 N Á TTÚ RUFRÆÐ INGURI N N blæ. Allbreytileg, oft 9—11 cm á hæð. Mjótt afbrigði verður öllu hávaxnara. Fjörugrös þykja góð til fóðurs og voru etin fyrrum líkt og söl og maríukjarni. — Sjávarkræða (Gigartina mamillosa eða G. stellata) er allsvipað fjörugrösum, en auðþekkt á því, að dálítil renna er öðrum megin á henni, en fjörugrös eru alveg flöt. Vex á sömu slóðum. Erlendis eru fjörugrös og sjávarkræða talsverð verzlunarvara, sem gengur undir nafninu „Karagen eða írskur mosi“. Þessir þörungar eru þurrkaðir og stundum bleiktir í sól- skini og verða þá hálmgulir. Verzlunarvaran er notuð sem matar- lím, einnig til að gera öl o. fl. vökva tæra; sömuleiðis í berklalyf áður fyrr. Nú eru fjörugrös og sjávarkræða notuð í vaxandi mæli í næringarefnablöndur, og í pappírs- og fegrunarlyfjaiðnaði o. fl. Margir hafa dáðst að rauðleitum og grænum sæhimnum, er skolað hefur á land. Þetta eru purpurahimnur og maríusvunta. Purpura- himna (Porpliyra umbilicalis) vex alls staðar kringum landið á steinum og klettum í flæðarmáli. Þetta er purpurabrún, gljáandi himna, þunn, ekki slímug, talsvert teygjumikil og oft í nokkrum fellingum. Lengdin er 16—26 cm og breidd 4—36 cm. Önnur tegund (P. miniata) vex í fjörupyttum og neðan við fjörumarkið. Hún er miklu rauðleitari á litinn; getur orðið 29x43 cm á stærð. Purpurahimnur þykja mjög næringarmiklar fóðurjurtir, voru fyrr- um hafðar til matar í Skotlandi. Walesbúar mala þær, gera úr deig og síðan flatar kökur, sem eru steiktar á pönnu með „bacon“ og þykir fínn sunnudagaréttur. Skyld tegund er ræktuð til matar í Japan. Maríusvunta (Ulva lactuca) vex í grunnum sjó, þar sem nokkurt hlé er við ölduróti, í vogum og við hafnir, stundum í gruggugum sjó auðugum af köfnunarefnis- og fosfórsamböndum. Stærð alloft 50x15 cm. í Svíþjóð hefur á slímbotni fundizt maríusvunta, sem þakti 1 fermetra. Kölluð hafsalat á Norðurlöndum og var hagnýtt eins og salat fyrrum á vesturströndum Evrópu. Þörungagróður vex í breiðu belti við strendur íslands, frá flæðar- máli og niður á 30—40 m dýpi. Birtan takmarkar á hve miklu dýpi þörungar geta þrifist. Eru því takmörkin óglögg og fara bæði eftir því, hve sólfar er mikið og hve tær sjórinn er. Þangtegundirnar o. fl., sem að framan getur, vaxa í þang- eða fjörubeltinu, eins og fyrr var nefnt. Síðan tekur við djúpgróðurbeltið, er nær frá neðsta fjöruborði og út á um 30—40 m dýpi eða meir. Aðalgróðurinn eru

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.