Náttúrufræðingurinn - 1965, Síða 10
168
N ÁT T íIR U F RÆ Ð I N G U R1 N N
stríðsárunum framleiddi verksmiðjan m. a. mikið af fljótandi þara-
sápu. Þang- og þararannsóknastöð er tekin til starfa í Osló. Þang-
mjölsframleiðsla er mikil í Noregi og dálítil hér. Þangmjöl er haft
til fóðurs og hefur einnig verið blandað í mjöl til brauðgerðar.
Japanar hafa rannsakað mjög mikið næringargildi þörunga og nota
ýmsar tegundir talsvert til matar. Hér rannsakaði Ásgeir Torfason
fóðurgildi margra þörunga og birti ritgerð um það í Búnaðarrit-
inu árið 1910. Orsmáir svifþörungar eru eins og kunnugt er undir-
staða sædýralífsins og þar með fiskiveiðanna. Já, nytsemi þörung-
anna er mikil. En þeir hafa líka fegurð til að bera. í útvarpserindi
árið 1932 sagði Bjarni Sæmundsson: „Það er gaman að horfa niður
í sjóinn og virða fyrir sér mógrænan þangskóginn, sem þá rís fyrir
flotkrafti loftblaðranna, kló við kló, eins og örlítil tré, með smáa,
bleikrauða „pólypklasa", hangandi eins og blóm á greinum, sem
fjörudoppurnar naga, en þanglýs og marflær skjótast eins og fljúg-
andi fuglar milli „trjánna" og máski má sjá einstaka sprettfisk eða
sogfisk sveima milli steinanna. Þó er ennþá meira gaman að virða
fyrir sér fjölbreytnina úti á þörunum, sem keppa í hæð við skóg-
arhríslurnar á landi; sjá hin undursamlegu litbrigði, sem sólargeisl-
arnir valda, þegar þarablöðin og rauðþörungarnir iða og dúa fram
og aftur líkt og trjágreinar, eða gras í vindi. Milli „þaratrjánna"
má e. t. v. sjá fastgróin skeldýr, rangskreiða krabba eða skræpótta
marhnúta mjaka sér eftir botninum, eða krossfiska og „tunglstórar“
sæsólir skína í kapp við „himinsólina“. Upsaseiði og þorskseiði má
og sjá og að vorlagi hrognkelsi við eggjabúr sín. Já, og það má sjá
margt fleira.“
Loftslag veldur hinum miklu stakkaskiptum, sem gróðurinn tek-
ur eftir árstíðum. Veturinn er dvalartími gróðursins hér í köldu
loftslagi. í sjó gætir loftslagsbreytinga minna en á landi. Dvalar-
tími sæjurtanna er einnig að vetrinnm, því að þá er birtan minnst
og sjórinn svalari en á sumrin. En árstiðamunur er mun minni
á gróðri sævar en á landi. Einærar sæjurtir, t. d. margir grænjxjr-
ungar, fölna og deyja að vísu á haustin. En fjölæru þangtegund-
irnar og þönglaþararnir eru með svipuðu útliti árið um kring;
fjörugróðurinn og djúpgróðurinn heldur sínum vanalega brúna og
rauða lit allt árið. Dvalartími flestra brúnþörunga og rauðþör-
unga er jafnvel styttri en svartasta skammdegið.
Sæþörunga má telja skuggajurtir, svipað og t. d. flesta burkna